Miðvikudagur, 24. nóvember 2010
Þjóðareign á auðlindum
Þjóðareign á auðlindum er grundvallarákvæði í stjórnarskrá og eitt aðalstefnumál mitt. Íslenska þjóðin var 318.200 manns 1. október 2010. Í svo fámennu samfélagi jafn ríku af auðlindum á hver einstaklingur að geta haft það gott.
Arður af nýtingu auðlinda á að renna til þjóðarinnar. Ákvæði um slíkt þarf að vera fyrir hendi í drögum að nýrri stjórnarskrá.
Tryggja þarf rétt náttúrunnar í stjórnarskrá, að ekki sé á hana gengið meira en eðlilegt getur talist. Tryggja þarf rétt komandi kynslóða til auðlindanna í stjórnarskrá. Ganga þarf um auðlindir þjóðarinnar með sjálfbærni að leiðarljósi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.