Forseti Íslands

Ég vil að staða og valdsvið forseta Íslands verði skýrð betur út í nýrri stjórnarskrá. Ég sé forseta Íslands sem leiðtoga, sameiningartákn og andlit þjóðarinnar út á við ásamt því að vera talsmann friðar, náttúruverndar og mannréttinda.

Ég vil að farið verði vel yfir greinarnar sem snúa að forseta Íslands í vinnu við nýja stjórnarskrá og þeim breytt með það í huga að skilgreina stöðu og vald forsetans t.d. í tengslum við framkvæmdavaldið. Ég tel að skoða þurfi það að forsetinn sé bæði hluti af löggjafar- og framkvæmdarvaldinu (skv. 2. gr.)  og hafi þannig mikil völd en jafnframt er tekið fram skv. (11. gr.) að hann sé ábyrgðarlaus á stjórnarathöfnum. Þetta tel ég m.a. að þurfi að endurskoða.

sjá meira um mín stefnumál hér

hér má finna mig á Facebook


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband