Föstudagur, 26. nóvember 2010
Valdið á ávallt að vera hjá þjóðinni!
Vísir, 26. nóv. 2010 11:59
Hver á næsta leik, þjóðin eða þingið?
Kristbjörg Þórisdóttir nr. 6582 frambjóðandi til stjórnlagaþingsKristbjörg Þórisdóttir skrifar:
Næstkomandi laugardag verður kosið til stjórnlagaþings. Þeir 25-31 þingmenn sem setjast á stjórnlagaþing munu undirbúa frumvarp að endurbættri stjórnarskrá. Þann 6. nóvember síðastliðinn fór fram Þjóðfundur þar sem 950 manns af landinu öllu, frá 18 til 91 ára, nánast jafnt hlutfall karla og kvenna vann tillögur sem hafa þarf til hliðsjónar í þeirri vinnu.
Nú spyr ég hvað gerist að loknu stjórnlagaþingi? Hver á næsta leik, þjóðin eða þingið?
Í 27. gr. segir: Þegar stjórnlagaþing hefur samþykkt frumvarp til stjórnarskipunarlaga skal það sent Alþingi til meðferðar".
Allsherjarnefnd leggur til fjórar mismunandi leiðir í framhaldsnefndaráliti sínu sem kemur fram í þingskjali 1354.
Í fyrsta lagi að fram fari ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um niðurstöður stjórnlagaþings og er þá hugsanlegt að kjósendur fái tækifæri til að greiða atkvæði um einstök ákvæði nýrrar stjórnarskrár eða eftir atvikum einstaka kafla hennar... Í öðru lagi kemur til greina að efna til ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu eftir að Alþingi hefur lagt fram drög að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga. Að aflokinni þjóðaratkvæðagreiðslu leggi Alþingi frumvarpið svo fram til samþykktar. Þannig yrði frumvarpið borið undir þjóðina á milli umræðna á Alþingi sem tæki síðan afstöðu til þess... Í þriðja lagi er unnt að efna til ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um samþykkt frumvarp til stjórnarskipunarlaga og að atkvæðagreiðslan fari þá fram samhliða alþingiskosningum sem þá verða haldnar...Í fjórða og síðasta lagi kemur til greina að í frumvarpi til stjórnarskipunarlaga verði ákvæði sem feli í sér fyrirvara um að tilgreindar stjórnarskrárbreytingar öðlist ekki gildi nema þær séu samþykktar í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Jafnframt segir í álitinu: Nefndin telur mikilvægt að á stjórnlagaþingi verði fjallað um hvaða leið verði farin og tekin afstaða til þess hvaða leið skuli farin og hefur því lagt til breytingu sem hefur verið samþykkt, þ.e. að við upptalningu viðfangsefna stjórnlagaþings í 3. gr., þ.e. 6. tölul., þar sem mælt er fyrir um lýðræðislega þátttöku almennings, bætist: m.a. um tímasetningu og fyrirkomulag þjóðaratkvæðagreiðslu, þar á meðal um frumvarp til stjórnarskipunarlaga.
(Tekið af http://www.althingi.is/altext/138/s/1354.html 25.11.2010).
Af þessu er ljóst að það er stjórnlagaþingsins sjálfs að ákvarða um það hver taki við frumvarpinu næst. Mín skoðun er sú að eðlilegast sé að drög að nýrri stjórnarskrá verði send í þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem hægt verði að greiða atkvæði um einstaka kafla hennar. Sú niðurstaða verði ráðgefandi? Að því loknu verði frumvarpinu svo vísað til Alþingis til afgreiðslu.
Mín skoðun er því sú að þjóðin eigi næsta leik.
Lokaorðið hjá kjósendum segir forseti Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég þakka þér fyrir Kristbjörg.
Þú hefur svarið spurningu minni.Ég hafði talið mér trú að spillt Alþingi ætti næsta leik,eftir að stjórnlagaþing hefði komist að niðurstöðu.
Gangi þér vel í kosningunni.
Ingvi Rúnar Einarsson, 26.11.2010 kl. 23:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.