Föstudagur, 26. nóvember 2010
Aðstoð við kjósendur
Nú munu margir leggjast yfir blöðin sín sem eru ekki búnir að því nú þegar og leita sér að frambjóðendum til þess að kjósa. Ég mæli með þessari upptalningu af hjálpartækjum sem geta aðstoðað þig í vinnunni.
Vefir sem gagnast geta kjósendum í þeirra vali:
- Já / Nei / Kannski á frambjodendur.is - Góð leið til að fara hratt í gegnum allan frambjóðendaskarann.
- DV.is - Finndu þinn frambjóðanda eftir svörum þeirra við spurningum DV.
- Sigti Thor Kummer - Skemmtileg framsetning á gögnum frá DV, lifandi sýn á hvaða frambjóðendur eru sammála þér um þær spurningar.
- Svipan.is - Meiri upplýsingar frá þeim frambjóðendum sem hafa sent slíkar inn.
- Kosning.is - Dómsmálaráðuneytið - Næstum því allar grunnupplýsingar sem frambjóðendur sendu inn með framboði sínu.
- http://2010.hreidarsson.com/ - Myndræn framsetning sem þarf Silverlight viðbót, ekki mikið að hjálpa mér.
- http://www.ruv.is/stjornlagathing/frambjodendur - Hér má nálgast útvarpsviðtöl sem Rás 1 tók við frambjóðendur.
Facebook Like yfirlit
Annað gagnlegt
Munið svo að þið hafið í raun 1 atkvæði sem sá fær sem þið setjið í efsta sæti en 24 atkvæði til vara sem atkvæðið ykkar flakkar svo yfir á nýtist það ekki þeim efsta og svo koll af kolli. Hér er myndband sem útskýrir líka aðeins kosningarnar.
Ef þú smellir hér ferðu yfir á vefinn kosning.is þar sem finna má skýringarmynd sem útskýrir hvernig kosningakerfið STV virkar.
Gangi ykkur vel
99,85% heimila fengu kynningarblaðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.