Hver á sinn eigin Dave

Hver vill ekki að öðrum líki vel við sig? Hver vill ekki að öðrum finnist mikið til þess koma sem maður gerir?

Raunveruleikinn er þó þannig að það er eiginlega alveg sama hversu frambærileg manneskja er eða gott það sem hún/hann gerir það er alltaf einhver Dave... Dave í kringum mann eða Dave sem situr á öxlinni á manni.

Hver er Dave? Jú, Dave er manneskjan sem bara líkar ekki við þig eða passar ekki við þig. Dave er manneskjan sem mun ekki líka við þig alveg sama hversu mikið þú reynir að sanna þig, breyta þér, leggja þig fram. Dave getur líka verið röddin sem situr á öxlinni á þér og bendir þér iðulega á að ekkert sem þú gerir sé nógu gott og þar af leiðandi sért þú ekki nógu góð/ur. Segir að þú verðir að gera allt 100% og öllum verði að líka við þig og þín verk ef þú átt að vera nóg góð/ur.

Það er alveg sama hversu mikið þú myndir reyna, það er ekki hægt að breyta Dave. Ef Dave fer þá kemur annar í staðinn. Það sem þú þarft að skoða er hvað þú ætlar að gera við Dave.

Það sem fólk gerir of mikið af er að hlusta á úrtöluraddir eins og Dave. Og ekki nóg með það heldur virðist líf okkar eða verkefni nánast standa og falla með því hvað Dave finnst.

Það sem við horfum framhjá er að það eru kannski miklu fleiri aðilar og þar meðtalin jafnvel við sjálf sem líkar bara ansi hreint vel við okkur og okkar verk. En við hlustum ekki á það með hjartanu. Vegna þess að Dave líkar ekki það sem við erum eða gerum. 

Staðreyndin er sú að engin manneskja er eða getur gert öllum til hæfis. Það verður maður bara að sætta sig við og fagna því að hafa einn fúlan Dave á öxlinni til að dusta reglulega af eins og hverju öðru rykkorni. Lífið verður aldrei svo einfalt að öllum finnist við æðisleg eða frábært það sem við gerum, það sjálft yrði hreinlega leiðigjarnt og lærdómslaust.

Það er okkar að vega og meta í kollinum á okkur og hjartanu hver við erum og hvernig verkin okkar eru. Það mat er það eina sem skiptir raunverulega máli.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú fekkst mér til að gráta! takk fyrir færsluna.

Elísabet (IP-tala skráð) 15.3.2011 kl. 17:14

2 identicon

flott að vanda mín kæra!

Linda (IP-tala skráð) 15.3.2011 kl. 18:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband