Þriðjudagur, 15. mars 2011
Kjósum Icesave af eyjunni!
Eigum við ekki bara að samþykkja Icesave og kjósa þessi leiðindi af eyjunni?
Eigum við ekki bara að kaupa okkur frið og vinsældir alþjóðasamfélagsins og láta kúga okkur til að borga skuldir einkafyrirtækis sem okkur ber ekki samkvæmt neinni lagastoð að greiða.
Almenningur annarra landa er örugglega mjög ánægður með að við sköpum fordæmi þess að velta sukkskuldum fjármálafyrirtækis yfir á skattgreiðendur þannig að einkafyrirtæki fjármálageirans geti áfram sukkað og starfað á óábyrgan hátt því almenningur taki alltaf af þeim fallið!
Er ekki upplagt að færa börnunum sem eru að fæðast þessa dagana óútfylltan skuldatékka í sængurgjöf? Þau verða nú búin að borga þetta á 35 ára afmælisdaginn, þannig að það hlýtur nú að vera í lagi.
Þrátt fyrir að engin lagaleg stoð eða siðferðileg skylda sé til þess að greiða Icesave.
Þrátt fyrir að við vitum ekkert alveg hvað við þurfum að borga mikið, hvern munar hvort sem er um 25, 47 eða 200 milljarða?
Af því það er of mikið vesen að fara með málið fyrir dómstóla og af því Jón Gnarr er kominn með leið á því.
Borgum þetta bara! Þrátt fyrir að vera það ríki í Evrópu og þótt víðar væri leitað sem er í einna alvarlegustu skuldastöðunni þá hljótum við að hafa efni á því að borga skuldir einkafyrirtækis án lagastoðar eða siðferðisskyldu og gera Jón Gnarr glaðan, enda á bara að vera gaman í Reykjavík!
Reikningurinn fyrir að kaupa sig frá vandanum mun ekki hafa nein áhrif á komandi kynslóðir, börnin í leikskólunum okkar, skólunum, eldri borgara eða aðra...
Kjósum Icesave bara af eyjunni og þá verða allir glaðir!
Bölsýnn borgarstjóri í Vín | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:32 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.