Áskorun á Davíð Oddsson og Harald Johannessen ritstjóra Morgunblaðsins vegna birtingu vændismyndar

Framkvæmdastjórn Landssambands framsóknarkvenna lýsir furðu sinni á því að ritstjórn Morgunblaðsins, sem ber fulla ábyrgð á birtingu skopmyndar af þingkonunni Siv Friðleifsdóttur sem teiknuð var sem vændiskona í Morgunblaðinu sl. laugardag, hafi ekki enn beðið þingkonuna opinberlega afsökunar í blaðinu.

Hér með ítrekar stjórnin fyrri beiðni sína og skorar á þá Davíð Oddsson og Harald Johannessen, ritstjóra Morgunblaðsins, að biðja Siv Friðleifsdóttur tafarlaust og opinberlega afsökunar á alvarlegu athæfi sínu.

Sjái ritstjórarnir ekki ástæðu til þess að biðjast afsökunar á myndbirtingunni óskar stjórnin eftir opinberum útskýringum á því hvers vegna þeir telji það ástæðulaust og hvers vegna slík myndbirting sé ásættanleg að þeirra mati.

Framkvæmdastjórn Landssambands framsóknarkvenna fagnar afsökunarbeiðni teiknara myndarinnar, Helga Sigurðssonar, en hann hafði samband við þingkonuna og baðst persónulega afsökunar á henni. Er hann maður að meiri fyrir vikið.

Stjórn Landssambands framsóknarkvenna mun ítreka ofangreinda beiðni og áskorun ef ritstjórn Morgunblaðsins bregst ekki við. Mál af þessu tagi ber ekki að þegja í hel.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Landssamband framsóknarKVENNA!!!! Hvar eru karlarnir í framsóknarflokknum í þessu máli?

Hulda (IP-tala skráð) 20.4.2011 kl. 12:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband