Stjórn stjórnlagaráðs fær hrós

Sæl Kristbjörg,

Vísað er til erindis þíns um hagsmunaskráningu fulltrúa í stjórnlagaráði.

 

Á fundi sínum 7. júní samþykkti stjórn stjórnlagaráðs að fara þess á leit við fulltrúa að þau taki þátt í formlegri skráningu hagsmuna. Skýrt ber þó að taka fram að á vefsíðu stjórnlagaráðs má finna upplýsingar um hvern fulltrúa í ráðinu m.a. setu þeirra í stjórnum og nefndum og önnur hagsmunatengsl. Þá hafa margir fulltrúar þegar sett ítarlegar upplýsingar fram opinberlega þar á meðal í fjölmiðlum.

 

Með tilmælum sínum til fulltrúa leitast stjórn við að samræma upplýsingagjöf og gera aðgengilega á heimasíðu ráðsins. Þess skal getið að til viðmiðunar eru reglur Alþingis um skráningu á fjárhagslegum hagsmunum alþingismanna og trúnaðarstörfum utan þings.

 

Bestu þakkir fyrir framlag til umræðu um störf og verkefni Stjórnlagaráðs.

 

Með vinsemd og virðingu,

 

Salvör Nordal, formaður

 

Ég hvet alla áhugasama til þess að taka virkan þátt í störfum stjórnlagaráðs og senda inn erindi. Það er raunverulega hægt að hafa áhrif :).

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Stjórnlagaráð er ólöglegt og er þar á ofan ætlað að þjóna ólöglegri umsókn Össurargengisins um innlimun Íslands í Evrópusambandið. - Don't forget!

Jón Valur Jensson, 27.6.2011 kl. 01:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband