Vilt þú heita á mig?

midnaeturhlaup1.jpgÞann 20. ágúst næstkomandi ætla ég að hlaupa 21 km. í Reykjavíkurmaraþoninu.

Ég skráði mig í dag og hef opnað áheitasíðu undir styrktarsíðunni Hlaupastyrkur.

Ég bið þig hér með um að heita á mig til styrktar mínu málefni :)

Ég ætla að hlaupa fyrir Endó sem eru samtök kvenna með Endómetríósu sem fleiri þekkja sem legslímuflakk. Ég valdi þetta málefni eftir að Eygló Þóra Harðardóttir þingkona og ritari Framsóknar vakti máls á málefninu og samtökunum en hún ætlar einnig að hlaupa hálfmaraþon til styrktar sama málefni. Hún er jafnframt fyrsti flutningsmaður að þingsályktunartillögu um að sérstakt átak verði gert til að auka fræðslu um sjúkdóminn og skoða möguleika þess að stofna göngudeild fyrir konur með Endómetríósu.

Í greinargerð með þingsályktunartillögunni kemur fram, að legslímuflakk sé krónískur, sársaukafullur sjúkdómur sem orsakist af því að frumur úr innra lagi legsins finnast á öðrum stöðum í kviðarholinu en legholinu. Sjúkdómurinn sé meðfæddur og virðist að verulegu leyti háður erfðum.

Einnig kemur fram að talið sé að um 2-5% stúlkna og kvenna hér á landi þjáist af sjúkdómnum einhvern tímann á frjósemisskeiði og því sé ljóst að um töluverðan fjölda sé að ræða. Á 20 ára tímabili hafi um 1400 konur greinst með sjúkdóminn á Íslandi og þar var í meiri hluta tilvika um að ræða talsvert alvarleg sjúkdómsform. Því megi reikna með að á hverjum tíma eigi nokkur hundruð kvenna í vanda vegna sjúkdómsins, en hjá mörgum þeirra greinist sjúkdómurinn seint og ekki fyrr en óafturkræfar vefjaskemmdir hafa orðið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Sæl frænka..Ég skal sko heita á þig. Bestu kveðjur og gangi þér vel.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 12.7.2011 kl. 07:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband