Just do it - don´t delay it

life1.jpgÉg var að hugsa um ákvarðanir enda er ég að taka nokkrar um þessar mundir.

Af hverju á fólk það til að fresta lífinu? Af hverju frestar fólk því að taka ákvarðanir? Verða þær eitthvað betri ef maður frestar þeim sí og æ? Held ekki. Verður lífið eitthvað betra ef maður frestar því að lifa því þangað til seinna? Held ekki. 

Hefur þú lært að lifa lífið af eða lifa lífinu?

Átt þú miða í draumaferðina þína sem þú ert alltaf að fresta? Til hvers að láta París bíða? Verður hún fallegri seinna? Verður þú frekar tilbúin/tilbúinn að njóta hennar seinna?

Horfir þú á einhvern hlut á borðinu þínu sem þú ætlar að framkvæma seinna, njóta seinna, upplifa seinna, gera seinna, hugsa um seinna, taka ákvörðun um seinna...

Ég held að maður eigi ekki að fresta lífinu. Held hreinlega maður hafi ekki tíma til þess því lífið flýgur áfram eins og spíttbátur á fullri ferð og þú þarft að vera við stýrið. Lífið þitt er ekki olíuskip sem þú hefur enga stjórn á og enginn getur snúið við eða breytt stefnu á.

Allt hefst á einu skrefi. Allir hafa byrjað einhvers staðar. Ef þig langar til að hlaupa maraþon þá þarftu ekkert að fresta því. Þú getur byrjað maraþonið með 100 metra göngu og þá ertu lagður/lögð af stað.

Taktu ákvörðun og stattu með henni. Ekki hika. Ekki taka ranga ákvörðun gegn betri vitund af því þú ert uppfullur/uppfull ótta. Taktu þá ákvörðun sem rökhugsun þín og hjarta þitt segir að sé rétt á þessum tímapunkti. Þú munt gera fullt af mistökum og taka fullt af röngum ákvörðunum en líka margar réttar. Af þeim sem misfórust græðir þú lærdóm og reynslu en af þeim sem þú vissir strax að voru rangar uppskerð þú eftirsjá og vanlíðan.

Láttu vaða. Flestir sjá meira eftir því sem þeir frestuðu eða létu ekki verða af en því sem þeir ákváðu að kýla á.

Ekki vakna einn daginn allt of seint með rykfallinn miða til Parísar á skrifborðinu þínu og brostna drauma um líf sem aldrei varð. Drífðu þig af stað og breyttu draumunum þínum í tímasett markmið með mælanlegum aðgerðum og leggðu af stað!

Just do it!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sólveig H Sveinbjörnsdóttir

Góð grein og gaman að lesa bloggin þín :)

Sólveig H Sveinbjörnsdóttir, 12.7.2011 kl. 22:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband