Framboð

Framboð til formanns Landssambands framsóknarkvenna

 

0905784569_1088211.jpgKristbjörg Þórisdóttir kandídatsnemi í sálfræði og varaformaður Landssambands framsóknarkvenna hefur ákveðið að bjóða sig fram til embættis formanns landssambandsins. Kjörið fer fram á landsþingi Landssambands framsóknarkvenna sem haldið verður í félagsheimili Framsóknarflokksins í Grindavík að Víkurbraut 27 helgina 3. og 4. september.

Þórey Anna Matthíasdóttir fráfarandi formaður Landssambands framsóknarkvenna hefur lýst því yfir að hún gefi ekki kost á sér til áframhaldandi setu. Kristbjörg vill einnig nota tækifærið og þakka Þóreyju Önnu fyrir gott samstarf og góð störf í þágu landssambandsins og hvetja konur til þess að fjölmenna á þingið og láta til sín taka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

En ert þú ekki ESB-kona, Kristbjörg?

Finnst þér þetta ganga?

Kjósið konu sem vill ekki láta farga fullveldisréttindum landsins, en meðal þeirra eru löggjafarréttindin, sem eru í höndum Alþingis, forsetans og (í viðlögum) þjóðarinnar. En ESB krefst af okkur, já, strax í aðildarsamningi (og fram hjá því verður ekki samið) æðsta löggjafarvalds, og fyrir því yrðu öll okkar lög að víkja, ef þau rekast á við lagasmíð ESB-þingmanna og ESB-ráðherranna í ráðherraráðinu, þar sem 6 stærstu ríkin hafa frá 1. nóv. 2014 hvorki meira né minna en 70,4% alls atkvæðavægis (um það: H.H. hér!).

Varstu nokkuð búin að hugsa þetta, Kristbjörg?

Jón Valur Jensson, 14.7.2011 kl. 03:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband