Fjöldamorðingi dreifir kærleika

munkar.jpgÞað eru áhugaverðir hlutir að gerast í heiminum. Nálægt okkur hérna á okkar litlu fögru eyju.

Ónefndur fjöldamorðingi ætlaði að koma málstað sínum á framfæri, taldi sig vera riddara í krossferð. Myrti fjölda ungmenna og aðra með hrottalegum og óhugnalegum hætti. Ungmenni sem höfðu ekkert unnið sér til saka annað en þátttöku í pólitísku félagsstarfi með viljann um betri heim fyrir alla að vopni.

Planið virðist hafa verið úthugsað og þaulpælt. Þrátt fyrir það fór plan morðingjans alls ekki eins og hann áætlaði.

Hann sá heiminn með sínum augum, gegnum sín gler. Gler illsku og mannvonsku.

Þess vegna sá hann ekki þann möguleika að í stað þess að dreifa illsku þá myndi hann dreifa kærleika. Í stað þess að sundra mannfólkinu þá sameinaði hann það. Í stað þess að koma á stríði þá kom hann á friði. Hann breytti heiminum kannski, en þveröfugt við það sem hann virðist hafa ætlað sér.

Fjöldamorðinginn minnti okkur öll á það að sama hversu hrottalega aðrir koma fram, þá getum við alltaf valið friðinn. Við getum alltaf valið leið fyrirgefningar. Stríðinu getum við lokið ef við ákveðum það eins og John Lennon sagði. Hvert og eitt okkar getur komið á friði og betri heimi með ákvörðuninni einni saman. Þegar kærleikurinn vex í hjörtum okkar þá blómstrar hann um allan heim.

Kaldlyndur fjöldamorðinginn hefur sennilega síst af öllu ætlað að dreifa kærleika um allan heim en upp úr því blóði sem hann úthellti spratt upp kærleikur. rose.jpg


mbl.is „Þú skalt vita að þér mistókst"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Agla

"Úthellti" norski fjöldamorðinginn blóði þeirra sem hann drap?

Drap hann þau ekki einfaldlega? Blæddi þeim ekki einfaldlega út?

Var hann einhver musterisprestur sem "úthellti" blóði fórnarlambanna?

Dreifði hann "kærleika um allan heim"?

Agla, 2.8.2011 kl. 14:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband