Hvar á fatlaður karlmaður að pissa?

Ég fór á einn af mínum uppáhalds veitingastöðum í kvöld, Saffran, með góðri vinkonu.

Eftir að ég lærði Fötlunarfræði þá er ég svolítið upptekin af aðgengismálum. Í mínum huga er þetta ekki mjög flókið. Ef við ætlum að byggja samfélag saman þá á það að vera jafn aðgengilegt öllum þeim sem tilheyra samfélaginu að því marki sem raunhæft er. Sé samfélagið ekki aðgengilegt er það að valda óþarfa hindrunum og skapa fötlun.

Því vakti það undrun mína þarna eins og reyndar oft áður á öðrum stöðum að sjá salerni sem var með breiðri hurð, stórt og aðgengilegt sem merkt var konum og fötluðu fólki. Beint á móti er svo salerni sem er merkt karlmönnum. Á kvennasalerninu er svo skiptiborð sem er ekki á karlasalerninu. Er ekki örugglega árið 2011?

Hvar á fatlaður karlmaður að pissa? Á kvennaklósettinu?

Hvar á karlmaður að skipta á barninu sínu? Á kvennaklósettinu?

Ef við ætlum raunverulega að breyta viðhorfum í samfélaginu m.a. um það að jafnrétti ríki meðal foreldra og jafnrétti ríki meðal fólks almennt þá verðum við líka að breyta hinu efnislega manngerða umhverfi. 

Ég teldi eðlilegast að bæði salernin væru aðgengileg og bæði hefðu skiptiaðstöðu.

Í mínum huga þarf að skerpa verulega á þessu í lögum og reglugerðum og standi þetta allt heima þar þá ætti að beita þá aðila sem ekki fara að þessu dagsektum og svipta þá sem veita þjónustu starfsleyfi þar til þessi mál eru komin í lag verði þeir ekki við því að lagfæra hlutina innan tilskilins frests.

Fann áhugavert lesefni á vefnum um aðgengi fyrir alla.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband