Lífið er langhlaup

Í gær hljóp ég mitt fyrsta hálfmaraþon. Ég hef reyndar hlaupið hringinn tvisvar sinnum áður í æfingahlaupum en aldrei tekið þátt í Reykjavíkurmaraþoninu. Hlaupið var þvílík veisla og ég brosti allan hringinn af ánægju.

Ég hljóp fyrir Samtök kvenna með Endómetríósu (legslímuflakk) en það er málefni sem þarf að auka fræðslu um og bæta greiningu m.a. þarf að opna göngudeild fyrir konur með sjúkdóminn. Sjúkdómurinn veldur konum miklum sársauka og getur m.a. valdið ófrjósemi. Alls fékk ég 23 áheit og safnaði 37.000 krónum. Reyndar er enn hægt að leggja inn áheit með því að fara inn á þessa síðu, Hlaupastyrkur.

Segja má að lífið sé eins og langhlaup.

Maður þarf að hafa einhverja hugmynd um leiðina sem maður ætlar að hlaupa, allt getur komið upp á á leiðinni og maður þarf að hlaða sig orku reglulega til þess að vera tilbúinn til að bregðast við óvæntum uppákomum.

Funny marathonStundum gleymir maður sér á hlaupunum í tómri gleði og finnst maður geta hlaupið endalaust og sigrað heiminn. Stundum er hvert skref þyngra en orð fá lýst og maður leitar logandi ljósi að góðri ástæðu til þess að hætta hlaupunum. Það skiptir svo miklu máli að halda áfram. Því með því að hlaða sig orku þá léttast skrefin á ný og erfiði hjallinn er yfirstaðinn og áfram getur maður farið. Vissulega þarf ákveðna líkamlega getu til að hlaupa langhlaup en hin hliðin snýst um hugarfar. Það skiptir öllu máli að maður sjálfur hafi trú á því að maður geti þetta.

Maður þarf líka að vera einbeittur því ef maður er sífellt að hlaupa út úr hlaupinu og sinna einhverju öðru þá týnir maður leiðinni sinni og kemst aldrei í mark.

Mundu næst þegar þér finnst þú vera föst/fastur, skrefin þyngri en tárum taki og þig langar að hætta því sem þú ert að gera, að hlaða þig orku, halda áfram og sjá hvort erfiði hjallinn verði ekki fljótt yfirstaðinn og þú getir haldið áfram með bros á vör.

Life is like a marathon...Marathon

Its not starting off brutally and then slow down the pace...

But to keep up on the rhythm and walk step by step..

you may walk slowly, fast..then suddenly running

without warning you may fall down...

but if you keep your head and mind straight...

put your heart in the right place

Then only you can make it...

(Óþekktur höfundur)

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband