Uppskeruhátíð

Hérna sit ég með tölvuna í fanginu og fer yfir daginn í huganum...

Mér líður eins og ég sé stödd á minni eigin uppskeruhátíð. Ég er full þakklætis, ánægju, gleði og hamingju.

Stundum hef ég unnið eins og berserkur í því sem ég tek mér fyrir hendur, stundum hafa komið erfiðir dagar þar sem allt virðist öfugsnúið en maður hefur sáð einhverju góðu og allt í einu spretta blómin upp allt í kringum mann og maður svífur um með sól og gleði í hjarta.

Ég er að fara að halda útskriftarveislu á morgun. Langþráð partý! Ég sagðist alltaf ætla að halda gott partý þegar ég myndi útskrifast sem sálfræðingur. Vá, hvað ég hugsaði það oft þegar ég sat sveitt yfir lokaverkefninu, sá ekki marklínuna og þrjóskaðist upp "Heartbreak hill"...Nú er komið að því!!! :) Stundum er lífið svo gott að maður þarf að vanda sig við að vera bara í augnablikinu. Njóta.

Ég er líka í framboði til formanns Landssambands framsóknarkvenna og ég finn fyrir svo miklum velvilja, finn svo mikinn styrk frá fólki sem stendur við bakið á mér og fyrir það er ég mjög þakklát.

Dagurinn fór í að gera mig sæta fyrir annað kvöld, snúninga, kaffihitting með elskulegri vinkonu að ræða pólitík og undirbúning veislu í yndislegum hópi vinkvenna. Ég gaf mér samt tíma til þess að hlaupa með besta skokkhópnum í bænum, Mosóskokki. Við hlupum um miðbæinn og ég get sagt með stolti að ég hef hlaupið Laugaveginn! Á eftir fórum við í baðstofuna og nutum lífsins, hentum okkur í ískalt ker, heitan pott, gufu, saunu og snæddum allar saman yndislegan kvöldverð. 

Vá, hvað lífið getur verið gott. Vá, hvað það er gott að njóta þess í topp. Algjör sparidagur og ekki verður morgundagurinn síðri. 

Ætla að taka smá af þessum sólardögum og "sulta í krukku" til að eiga til að opna þegar koma rigningardagar... :)

Þvílík uppskera er það að eiga svona stórkostlega vini, fjölskyldu og gott fólk í kringum sig! Eitthvað hefur maður gert rétt í lífinu þegar maður á svona auðævi það er alveg ljóst :)

Þess vegna held ég ótrauð áfram ætla að njóta morgundagsins í botn en stíga svo inn í óttann. Ég ætla að halda áfram frá ostastöð C (fyrir þá sem hafa lesið bókina Hver tók ostinn minn) því ég veit að með því að fara út í óttann mun ég finna eitthvað nýtt og spennandi og fullt af osti :)

Þegar þér finnst þú sá og sá og sérð engan árangur eða uppskerubrestur verður... mundu þá eftir því að það kemur rigning en svo allt í einu birtist ríkuleg uppskeran þín :) Njóttu hennar og haltu svo áfram að sá!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ólafsson

Ég las alla færsluna, ég hugsa að ég mundi jafnvel kjósa þessa konu ef ég væri frammsóknamaður...

Ólafur Ólafsson, 26.8.2011 kl. 05:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband