Sunnudagur, 4. september 2011
30 ára hátíðarþingi LFK lokið
15. landsþingi Landssambands framsóknarkvenna var slitið í dag. Framsóknarkonur héldu árangursríkt og ánægjulegt þing sem haldið var í Grindavík. Þingið var með sérstaklega hátíðlegu sniði vegna 30 ára afmælis landssambandsins. Á þinginu komu saman brautryðjendur landssambands framsóknarkvenna og núverandi framlínukonur. Þingað var laugardag og sunnudag. Sérstök hátíðardagskrá var haldin á laugardagskvöldinu þar sem framsóknarkonum var boðið í heimsókn í Bláa Lónið. Að því loknu var snæddur hátíðarkvöldverður í Salthúsinu í Grindavík.
Ályktanir landsþings landssambands framsóknarkvenna haldið í Grindavík 3. - 4. september 2011
Fjölgun kvenna í forystusveit Framsóknarflokksins
Landsþing Landssambands framsóknarkvenna haldið í Grindavík helgina 3. og 4. september 2011 bendir á ákvæði í lögum Framsóknarflokksins um að hluti hvors kyns á framboðslistum verði ekki lakari en 40%. Í næstu sveitarstjórnarkosningum og alþingiskosningum skulu konur skipa annað af tveimur efstu sætum á lista og konur leiða framboðslista til jafns á við karla. Þannig gefst báðum kynjum tækifæri til þess að hafa áhrif á sitt nánasta umhverfi og uppbyggingu íslensks samfélags.
Jafnréttisstarf í efnahagskreppu
Landsþing Landssambands framsóknarkvenna haldið í Grindavík helgina 3. og 4. september 2011 skorar á stjórnvöld að leggja mikla áherslu á að efnahagskreppan sem nú ríkir í landinu dragi ekki úr jafnrétti í samfélaginu. Að yfirlýst stefna stjórnvalda um kynjaða hagstjórn sé ekki bara í orði heldur líka á borði. Reynslan hefur sýnt að sá þjóðfélagshópur sem verður verst úti í efnahagskreppum og eru lengur að jafna sig eru konur og börn.
Þjóðaratkvæði
Landsþing Landssambands framsóknarkvenna haldið í Grindavík helgina 3. og 4. september 2011 styður heils hugar ályktun Framsóknarflokksins um að: Íslendingar skulu áfram leita eftir samstarfi við þjóðir innan og utan Evrópusambandsins á grundvelli frjálsra og sanngjarnra samninga og samvinnu sem byggir á jöfnuði og ábata allra aðila. ... Þjóðin skuli ætíð eiga beina aðkomu með þjóðaratkvæðagreiðslu að ákvörðunum um stórmál eins og aðild að Evrópusambandinu.
Stefna í atvinnu- og sjávarútvegsmálum
Landsþing Landssambands framsóknarkvenna haldið í Grindavík helgina 3. og 4. september 2011sem haldinn var í Grindavík 3. og 4.september 2011 hvetur þingmenn Framsóknarflokksins, að fylgja fast eftir samþykktri stefnu flokksþings í sjávarútvegsmálum og atvinnumálum.
Lausn á skuldavanda heimila og fyrirtækja
Landsþing Landssambands framsóknarkvenna haldið í Grindavík helgina 3. og 4. september 2011 skorar á ríkisstjórn Íslands að beita sér af öllu afli á komandi haustþingi fyrir raunverulegri leiðréttingu á skuldavanda heimila og fyrirtækja. LFK skorar á stjórnvöld að fella niður verðtryggingu lána. Íslenska þjóðin þarf tafarlausar lausnir í efnahags- og atvinnumálum.
Brottflutningur fólks frá landinu
Landsþing Landssambands framsóknarkvenna haldið í Grindavík helgina 3. og 4. september 2011 lýsir yfir þungum áhyggjum af brottflutningi fólks frá landinu sem oft á tíðum er með sérhæfða og góða menntun.
Siðareglur
Landsþing landssambands framsóknarkvenna haldið í Grindavík helgina 3. og 4. september 2011 skorar á allt framsóknarfólk að kynna sér vel og fara eftir þeim siðareglum sem samþykktar voru á flokksþingi 2011.
Skipulagsnefnd
Landsþing landssambands framsóknarkvenna haldið í Grindavík helgina 3. og 4. september 2011 þakkar fulltrúa sínum Önnu Kolbrúnu Árnadóttur einstaklega gott og óeigingjarnt starf við endurskoðun innra skipulags flokksins á vegum Samvinnunefndar sem skilaði af sér á flokksþingi 2011.
Ný forysta var kjörin á þinginu.
Formaður
Kristbjörg Þórisdóttir
Framkvæmdastjórn
Aðalmenn
- Elín Gunnarsdóttir
- Gerður Jónsdóttir
- Rakel Dögg Óskarsdóttir
- Valgerður Sveinsdóttir
Varamenn
- Guðmunda Vala Jónasdóttir
- Vigdís Guðjónsdóttir
Landsstjórn
- NV Ragnheiður Ingimundardóttir
- NA Anna Kolbrún Árnadóttir
- S Silja Dögg Gunnarsdóttir
- SV Ólöf Pálína Úlfarsdóttir
- RS Ragna Óskarsdóttir
- RN Fanný Gunnarsdóttir
Varamenn
- NV Svava Halldóra Friðgeirsdóttir
- NA Gunnhildur Ingvarsdóttir
- SV Þórey A. Matthíasdóttir
- S Drífa Sigfúsdóttir
- RS Ása María Potter
- RN Eva Pandora Baldursdóttir
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.