Blómabylting

blómÁ laugardagsmorgunn skulum við skunda á Austurvöll og vera viðstödd þingsetningu Alþingis.

Við skulum sýna með nærveru okkar að okkur stendur ekki á sama um framtíð okkar. Ég vil réttlæti, von og róttækar aðgerðir m.a. varðandi það að takast á við skuldavanda heimila og fyrirtækja. Ég vil líka afnám verðtryggingar.

Þrengingar kalla á auknar líkur á deilum, ágreiningi og jafnvel ofbeldi í samfélögum lífvera. Þegar gæðin verða af skornum skammti verða slagsmálin. Þegar átök verða skaðast jafnvel saklausir einstaklingar.

Við erum engu bættari með því að bíta hausinn af hverju öðru. Við erum heldur engu bættari ef við sitjum uppi með rándýrar skemmdir sem greiða þarf viðgerðir fyrir úr sameiginlegum sjóðum landsmanna. Við skulum svo sannarlega standa á rétti okkar en við skulum gera það með friðsamlegum hætti.

Við skulum öll mæta með blóm á Austurvöll á laugardaginn kl. 10.

Blóm tákna í mínum huga m.a. næringu, frjósemi og fegurð. Almenningur þarf á næringu að halda. Hann þarf á frjósemi í atvinnulífinu að halda og fagurri framtíðarsýn. Hver og ein fjölskylda í landinu er eins og blóm sem þarf að hlúa að og vökva því annars visnar það upp og deyr.

Tökum með það/þau blóm sem við viljum. Það getur verið ein rós, túlípani, gerviblóm eða hvað sem er. Eitthvað sem minnir okkur á kærleikann því hann er okkar mikilvægasta vopn til að takast á við hremmingar okkar. Fjölbreytilegt blómahafið endurspeglar margbreytileikann sem við viljum sjá í samfélagi okkar :). Við þurfum ekki öll að vera rauðar rósir!

Gerum blómabyltingu og mótmælum með friðsamlegum hætti.

Sjáumst í litríku og margbreytilegu blómahafi á Austurvelli á laugardag kl. 10.


mbl.is Kosningar ekki heppilegar nú
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Já sjáumst en stjórninn er búin að fá sýn tækifæri og komið gott af hennar svikum, blóminn ættu því að vera bleik sem er tákn veikinda eins og stjórnmálinn eru hjá okkur nú um þssar mundir fár veik og sjúk!

Sigurður Haraldsson, 30.9.2011 kl. 02:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband