Ef ég gæti lifað aftur

Ég myndi vilja gera fleiri mistök næst. Ég myndi slaka á og vera mýkri. Ég myndi vera kjánalegri en ég hef verið í þessari ferð. Ég myndi taka færri hluti alvarlega. Ég myndi taka áhættu oftar. Ég myndi klífa fleiri fjöll og synda yfir fleiri fljót. Ég myndi borða meiri ís og minna af grænum baunum. Ég myndi ef til vill eiga fleiri raunveruleg vandamál en færri ímynduð.

Sjáðu til ég er ein af þessum manneskjum sem hef verið skipulögð og skynsöm alla ævi, klukkustund eftir klukkustund, dag eftir dag. Ég hef átt mín andartök. Ef ég ætti að lifa aftur myndi ég eiga fleiri andartök. Ekkert annað en andartök, hvert á fætur öðru í staðinn fyrir að vera alltaf svona mörgum árum á undan hverjum degi. Ég hef verið ein af þessum manneskjum sem hafa aldrei farið neitt án þess að taka með sér hitamæli, hitapoka, regnföt og fallhlíf. Ef ég ætti að lifa aftur myndi ég taka minna með mér en ég hef gert áður.

Ef ég ætti að lifa lífinu aftur, þá myndi ég fara úr skónum fyrr á vorin og ganga berfætt langt fram á haust. Ég myndi fara á fleiri dansleiki, fara oftar í hringekju og ég myndi tína fleiri páskaliljur.

Nadine Stair, 85 ára gömul.

Hvernig myndir þú hugsa í sporum Nadine? Hvað myndir þú gera öðruvísi?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Ágæt hugleiðing, en endurmat í lífinu er á hverjum tíma hollt, og stundum þarf það að vera til staðar dag fyrir dag, eftir efnum og aðstæðum, allt eftir þvi hverja lífsbrautina hver velur að ganga ellegar er fært í fang.

Gagnrýnið viðhorf á samtímann og okkur sjálf sem hluta af þeim samtíma er hollt og gott.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 18.11.2011 kl. 01:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband