Ósmekkleg birting þingkonu

Undanfarið hefur talsvert verið fjallað í fjölmiðlum um málefni kvenna sem hafa farið í brjóstastækkun og fengu sumar þeirra gallaða púða sem innihalda iðnaðarsílíkon.

Málið er snúið og margar hliðar þess hafa verið ræddar undanfarið og m.a. verið rætt með hvaða hætti heilbrigðiskerfið geti brugðist við þar sem um aðgerðir á einkastofu var að ræða.

Ég sá í kvöld að á samskiptavefnum Facebook gengur brandari þar sem verið er að líkja brjóstastækkun þessara kvenna við karlmenn sem fá sér blöðrudekk á jeppa sína. Ég ætla ekki að hafa brandarann eftir þar sem ég hef ekki áhuga á því að dreifa honum en þetta vakti mig til umhugsunar og ég veit að ég er ekki ein um það.

Er í lagi að verið sé að grínast með jafn alvarlegt mál? Er í lagi að sýna þeim konum sem eru í þessari stöðu slíka vanvirðingu?

Einn þeirra aðila sem dreifir þessu er þingkona sem situr í umboði kjósenda sinna á Alþingi Íslendinga og heitir Vigdís Hauksdóttir þingkona Reykjavíkurkjördæmis suður. Væri ég í stöðu þeirri sem þessar konur eru, sem ég get rétt ímyndað mér að sé mjög vond, yrði ég ekki ánægð að sjá fólk og m.a. þingkonu gantast með málið.

Ég held að þjóðkjörnir þingmenn sem ræða mikið um að auka veg og virðingu Alþingis þurfi einnig að líta í eigin barm og hefja breytinguna hjá sjálfum sér. Fólk ávinnur sér virðingu, það þurfa þingmenn líka að gera og á þeim ríkir mikil skylda að ganga fram fyrir skjöldu með góðu fordæmi.

Einnig er mikilvægt að muna það að þrátt fyrir ýmsar staðalmyndir af konum sem "skinkum" og fleiru þá eru sennilega jafn misjafnar ástæður fyrir því að kona fer í svona aðgerð og konurnar eru margar. Konur geta þurft fegrunaraðgerð á brjóstum eftir krabbameinsaðgerð, fegrunaraðgerð á brjóstum getur verið viðbragð við mikilli vanmáttarkennd sé kona með mjög lítil brjóst og upplifir sig ekki sem þá kynveru sem hún vill vera, um viðbragð við slakri sjálfsmynd getur verið að ræða og margt fleira.

Við ættum þó einnig að spyrja okkur og ræða hvers vegna kornungar konur með fullkomlega eðilega brjóstastærð vilja láta stækka brjóst sín, áhrif glanstímarita og óheilbrigðra fyrirmynda í stað þess að gera lítið úr stöðu þeirra kvenna sem nú bíða á milli vonar og ótta með miklar áhyggjur af áhrifum brjóstafyllingar á heilsufar sitt með þá vitneskju að ein kona hafi látist vegna þessa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið er ég sammála þér Kidda.....það geta verið margar gildar ástæður fyrir brjóstastækkunum, hvort sem þær eru líkamlegar eða andlegar. Það leggur enginn svona aðgerð á sig "bara ganni". Þær konur sem vilja stækka eða laga á sér brjóstið gera það af því að þeim líður illa eins og þær eru.

Hitt er annað mál að mér finnst þurfa að skoða hvort ríkið eigi að borga fyrir þessar lagfæringar eða ekki. Að mínu mati á lýtalæknirinn eða fyrirtækið sem framleiðir þessa gölluðu vöru að greiða fyrir mistökin. Það er erfitt að halda uppi almennilegri þjónustu í dag vegna fjárskorts en svo eru allt í einu til peningar fyrir þessu. Þetta finnst mér frekar vera umræðuefni heldur en að gera lítið úr þessum konum eins og þessi þingkona gerir.

Berta María (IP-tala skráð) 11.1.2012 kl. 08:50

2 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

ég er sammála þér. óþolandi umræða og lítilsvirðing við veikindi fólks. Ég skrifaði þetta blogg um málið http://salvor.blog.is/blog/salvor/entry/1216447/

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 11.1.2012 kl. 10:44

3 identicon

Sammála...! Vigdís Hauks. virkilega kann sig ekki...

-

En svo er annað í þessu... Ég man eftir umfjöllun fyrir nokkrum misserum, að mig minnir í DV, um ásókn erlendra kvenna í svona aðgerðir hérna á Íslandi sem þær greiddu að "mestu" sjálfar... En það var látið í það skína, með þeirri frétt, að meirihlutinn af þeim hafi verið konur starfandi í einhverskonar kynlífsþjónustu... En, burt séð frá því...!

Eru virkilega ekki til neinar opinberar tölur til um allar þær aðgerðir...?

Og hver er svo þá ábyrgur gagnvart þeim...?

Er það bara læknirinn...? Eða er landlæknir, og þá ríkissjóður og þá við í framhaldinu, líka ábyrg gagnvart þeim konum...?

-

Nú ætla ég ekki að mæla með neinni svoleiðis starfsemi, en svoleiðis atvinna er ekki allstaðar ólögleg... En ef um er að ræða atvinnu- og tekjumissi hjá svoleiðis konum...

Hver í andskotanum mun þá koma til með borga þær bætur...?

Við... Eða læknirinn...?

Sævar Óli Helgason (IP-tala skráð) 11.1.2012 kl. 17:54

4 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Vigdís Hauksdóttir er ekkert sérlega hittin á það sem við á og hvað sagt er...talar greinilega hraðar en hún hugsar.

Jón Ingi Cæsarsson, 11.1.2012 kl. 17:57

5 identicon

Ætli Vigdís hugsi yfirleitt nokkuð nokkurntíma? Hinsvegar hef ég litið svo til að hún sé ótvíræð sönnun þess að framsóknarfyrirbærið sé að leysast upp og hverfa. Vona að það sé rétt.

Quinteiras (IP-tala skráð) 11.1.2012 kl. 19:50

6 identicon

Þessi pistill var varla kominn í loftið þegar ósmekklegar athugasemdir birtust um hann á fb síðu Vigdísar. Það er einhver deild í Framsóknarflokknum sem getur búið til hópslagsmál í mannlausu húsi með alls konar dylgjum um fólk og málefni.

Mín skoðun á "stóra brjóstamálinu" er annars þessi; Það á að skipta um púða hjá þeim konum sem þess óska þeim að kostnaðarlausu. Svo á að sækja þá peninga til þeirra lækna sem settu í gölluðu púðana í einkapraxis. Þeir fengu himinháar upphæðir fyrir það. En - eins og velferðarráðherra hefur sagt hafa vaknað ótrúlega margar siðferðilegar spurningar við þetta mál.

Björn S. Lárusson (IP-tala skráð) 12.1.2012 kl. 10:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband