Er þetta boðlegt kjósendum og starfsmönnum borgarinnar?

Vilhjálmur ætlar að sitja áfram en gefur það ekki upp hvort hann muni taka við sem borgarstjóri eða það hlutverk falli öðrum fulltrúa í skaut.

Það hefur verið þvílíkt vandræðaástand í borginni. Ástand sem ég held að langflestir séu orðnir langþreyttir á.

Pólitíkin hefur verið dregin niður á lágt plan. Svo lágt að á tímabili þá hefur maður ekki vitað hvort maður ætti að gráta eða hlægja.

En er þetta hægt?

Er hægt að bjóða borgarbúum, starfsmönnum borgarinnar og landsmönnum öllum upp á slíkan langþreyttan sirkús?

Nú held ég að menn verði að fara að lenda með báða fæturna á jörðinni og halda störfum áfram. Á meðan á þessu öllu stendur þá kemur þetta niður á þjónustu þeirri sem borgarbúar eiga og greiða fyrir úr vasa sínum. Það er víst nóg fyrir þá að greiða 18 milljónir í biðlaun vegna þeirra tíðu skipta sem verið hafa þó þetta fari ekki að verða enn lengri vandræðagangur.

Það þarf að sinna skólunum, leikskólunum, skipulagsmálunum, þjónustu við aldrað fólk og margt fleira. Þessir málaflokkar geta ekki beðið og bíða þess ekki bætur ef fullkomin óvissa ríkir um hver beri endanlega ábyrgð á þeim aðeins að ári liðnu.

Ég vona svo sannarlega að undan þessum erfiða vetri komi gott vor og þessi vandræði hafi í för með sér að rækilega verði farið í saumana á því hvernig hægt er að fyrirbyggja að slíkt endurtaki sig nokkurn tíma aftur. Að fólk sé í valdamiklum embættum en það sé ekki einu sinni á hreinu í umboði hvers, að fólk komist í gríðarlegar valdastöður með nánast enga kjósendur á bakvið sig og að fólk viti ekki lengra en ár fram í tímann hver ber ábyrgð á skattfé þeirra sem stritað hefur verið fyrir.

Ég vona að almenningur verði ekki aftur vitni að slíkum hamförum og að lagaramminn verði yfirfarinn og lagaður verulega svo borgarbúar geti treyst sínum fulltrúum sem vinni heiðarlega í umboði þeirra með hag almennings að leiðarljósi.


mbl.is Viðvarandi stjórnarkreppa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Ekki gleyma því að hér var eitt sinn borgarstjóri með ekki eitt einasta atkvæði á bak við sig : Þórólfur Árnason. Núverandi borgarstjóri  er þó með einhver 10 % atkvæða á bak við sig.

Stjórnarkreppan er ekki meiri en svo að við höfum borgarstjóra í starfi með meirihluta sem er með málefnasamning á blaði, ólíkt síðasta meirihluta sem hafði bara það eitt í maganum að halda völdum, án annars yfirlýsts markmiðs - nema ekki að lækka álögur á  borgarbúa heldur hækka þær blygðunarlaust.

Áður en 2 ár verða liðin tekur annar borgarstjóri við úr núverandi meirihluta. Það liggur fyrir og engin kreppa þar þó svo að svona löngu áður sé ekki alveg öruggt hver það verður nákvæmlega. Villi er efsti maður og eðlilegt í sjálfu sér að hann komi þar fyrstur til álita. Hitt er annað að sá möguleiki er þó opinn að velja annan en Villa. Big deal ! Þarftu ekki að snúa þér að sálfræðinni ?

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 25.2.2008 kl. 00:22

2 identicon

Þetta er barnaleg umræða Kristbjörg, þarna talar kona úr Framsóknarflokknum sem er nokkuð víst að muni þurrkast út í næstu kosningum, hvers vegna gerir hann það? Framsóknarflokkurinn er gerspilltur, Björn Ingi sleit meirihlutasamstarfinu vegna þess að hann og hanns vini ætluðu að maka krókinn svo um munar á Reymálinu. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn stoppaði reymálið hoppaði hann yfir til tjarnarbandalagsinns en fékk ekki sínu framgegnt þar heldur þá hoppaði hann af vskútunni, allt vegna eiginhagsmuna. Þingmaður Framsóknar spilar fjárhættuspil, Óskar Bergson gengur í Bossfötum á kostnað Framsóknar. Sif keyrði Heilbrigðiskerfið í þrot, Halldór varð að segja af sér Forsætirráðherraembættinu, Guðni úthlutaði ríkisjörðum til vildarvina Árni Magnússon sagði af sér, og menn eru með heilu hnífasettin í bakinu eftir hvern annann. Þetta þekkir þú Kristbjörg tölum um þetta.

Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 00:59

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Þessir félagar hér að ofan gera sjálfstæðismönnum engan greiða með þessu mali um aðra flokka. Nú kemur víst í í dv að Vilhjálmur segist aldrei hafa ætlað að segja af sér. Af hverju var maðurinn að draga alla á þessu svari í margar vikur? Allir borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks styðja hann af hverju sögðu þeir það ekki þegar á þá var gengið fyrir nokkrum vikum síðan?

Segir mér að þarna fari hópur fólks sem ræður ekki við það embætti sem þau buðu sig fram í.

Þórólfur var ráðinn Borgarstjóri á vegum R listans Það er bara allt annað. Hann hafði því fylgi 4 flokka á bak við sig.

Björn er hættur í stjórnmálum. En Vilhjálmur ætlar að vera áfram. Þar er töluverður munur á.

Magnús Helgi Björgvinsson, 25.2.2008 kl. 01:18

4 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Magnús Helgi Björgvinsson : HAlló ! Ólafur F. hefur fylgi meirihluta þeirra sem kosnir voru í borgarstjórn alveg eins og Þórólfur, en þar hefur hann vinninginn þar sem hann sjálfur hefur um 10 % atkvæðanna í borgarstjórnarkosningunum á bak við sig sjálfan.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 25.2.2008 kl. 09:21

5 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Það er munur á því að fá völd sem kjörinn fulltrúi langt umfram fylgi eða vera ráðinn sem borgarstjóri sem einskonar framkvæmdarsstjóri. Hann t.d. kom ekkert að málefnasamningi heldur ráðin til að framfylgja honum.

Ólafur aftur fær þarna völd út fylgi Frjálslyndra sem hann sagði sig síðan úr. Hann gerir málefnasamning við D listann og er að framfylgja stefnumálum sem innan við 10% Reykvíkinga kusu.

Magnús Helgi Björgvinsson, 25.2.2008 kl. 10:12

6 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ps. smá innleg aðeins á öðrum nótum en hér að ofan. Var búinn að setja það inn við aðra færstlu en vill hafa hér líka:

 

Bara smá innlegg. Mér finnst þetta sem ég las á dv.is og fylgir hér með gera þetta mál enn furðulegra. En þar segir:

„Það kom aldrei til greina að ég hætti sem borgarfulltrúi. Ég var alla tíð staðráðinn í því að láta ekki mjög neikvæða og afar einhæfa umfjöllun fjölmiðla segja mér fyrir verkum í þessum efnum,“ segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur, í viðtali sem birtist í DV á morgun.

„Það hefði í raun orðið ólýðræðisleg niðurstaða og háskaleg skilaboð til fjölmiðla og almennings. Ábyrg gagnrýni málefnalegra fjölmiðla er lýðræðinu mikilvæg. En fjölmiðlar eiga ekki að segja stjórnmálamönnum fyrir verkum. Það gerir samviska þeirra - og kjósendur á endanum.“

Fyrst að hann ætlaði aldrei að segja af sér- af hverju sagði hann þetta þá ekki strax og sparaði allann þennan farsa sem hefur verið í gangi? Held að þetta sýni vel að hann er bara ekki með hæfileika í að vera borgarfulltrúi.

Magnús Helgi Björgvinsson, 25.2.2008 kl. 10:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband