Föstudagur, 14. mars 2008
Sjálffræðingur
Litla frænka mín kom með þetta snilldarorð. Hún var að spyrja mig hvar ég ætlaði að vinna í framtíðinni þegar ég væri orðin sjálffræðingur (hún meinti þó sálfræðingur)! Mér fannst þetta nú bara nokkuð gott hjá guðdóttur minni.
Hún hitti nefnilega naglann á höfuðið. Ég held nefnilega að við þurfum öll að verða sjálffræðingar. Það er eitt af verkefnum lífsins að verða fræðingur í sjálfum sér. Að kynnast sjálfum sér og finna sjálfan sig. Átta sig á veikleikum og styrkleikum og vinna að því að efla styrkleikana og gera veikleikana að styrkleikum.
Oft hefur verið talað um það að maður þurfi að byrja á því að finna sitt sjálf (identity) og svo geti maður farið að vinna að því sem maður mun skilja eftir sig.
Þannig held ég að maður finni hamingjuna. Sé með sjálfan sig á hreinu til þess að geta átt í innihaldsríkum samskiptum við aðra og geta skilið eftir sig góða hluti í þessu lífi.
Tvö góð ráð svona í lokin,
keyptu þér bók og skrifaðu alltaf á eina síðu á hverjum degi 5 hluti sem þú ert þakklátur fyrir. Svo getur þú fjölgað hlutunum eftir því sem fram líður. Það má líka taka stein og fara yfir þessa hluti í huganum á meðan maður heldur á steininum (eins og í The Secret). Eða hvað sem þér dettur í hug. Aðalmálið er að þakka fyrir það sem maður hefur því þannig minnir maður sig á það hvað það er margt sem maður hefur til að þakka fyrir í stað þess að vera sífellt að einblína á það sem maður hefur ekki. Þetta ráð með bókina fékk ég frá Lindu vinkonu minni í einu okkar góða spjalli. Ég nota reyndar stein sem ég held á reglulega og fer yfir allt það góða í lífi mínu.
Eyddu reglulega tíma í kringum dýr. Að annast dýr, ég tala nú ekki um ungviði eins og kálfa, er alveg gudómlegt. Dýr eru svo yndisleg. Maður öðlast verulega góða sálarró af því að stússa í kringum dýr og að vera úti í náttúrunni umvafinn fjöllum.
Mæli með því!
Eigið góðan dag og gangi ykkur vel í ykkar sjálffræðslu .
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það er svo yndislegt að vera í sveit og fá að umgangast öll dýrin.....ég væri sko meira en til í að vera þarna með þér:)
Annar góður siður að mínu mati er að fara aldrei að sofa án þess að biðja bænir (eða ekki fyrir þá sem ekki trúa) og þakka fyrir allt það góða í lífinu og allt það góða fólk sem maður á að. Þannig lokar maður deginum með jákvæðni og þakklæti í huga. Það hefur allavegana reynst mér vel:)
Hlakka til að sjá þig Kidda mín og haltu áfram að njóta þín meðal ættingja og ferfætlinga.
Berta María Hreinsdóttir, 15.3.2008 kl. 08:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.