Þessar fregnir nísta mann að hjartarótum

Mikið er skelfilegt að heyra þessar fréttir. Þær koma manni þó ekki á óvart því miður.

Það er eins og Kínverjar hafi beðið færis á því að murka enn frekar lífið úr Tíbetum.

Nú verður heimsbyggðin að bregðast við.

Hún getur ekki horft endalaust framhjá þessum hræðilegu mannréttindabrotum sem þarna eru framin á degi hverjum og hafa verið allt frá því Kínverjar rændu sjálfstæði Tíbeta á sjötta áratug síðustu aldar (1956 minnir mig).

Tíbetar eru fegursta fólk og fegursta þjóð sem ég hef séð. Búddha munkarnir og tíbetsku konurnar snúa bænahjólunum sínum og biðja jafnóðum fyrir skordýrunum sem þeir komast ekki hjá því að kremja á för sinni. Það sýnir vel þá gríðarlegu virðingu fyrir lífinu sem búddhatrúin boðar.

Þegar ég var í Tíbet 2002 þá varð maður vel var við það hversu mikið ægivald Kínverjar hafa á þessari friðsömu þjóð. Það er þyngra en tárum taki að horfa upp á það. Ekki það að það er viss kaldhæðni fólgin í því að vestrænir ferðamenn eins og ég geta ferðast til Tíbet einungis vegna þess að Kínverjar opnuðu það. Ég myndi þó heldur vilja að Tíbet væri lokað öllum ferðamönnum að eilífu og þessi fallega fjallaþjóð fengi að lifa sínu lífi í friði og ró innan fegurstu fjalla heimsins og iðka sína trú.

Það er eins og enginn þori að styggja þetta ægiveldi sem Kína er. Ef það verður ekki gert núna þá munu þeir endanlega þurrka Tíbet út af kortinu. Þeir eru á góðri leið með að fylla Tíbet af Kínverjum. Þegar þeir hafa lokið sér af þar þá munu þeir fremja mannréttindabrot annars staðar ef þeir komast upp með það þarna.

Þetta verður að stöðva. Af hverju gerir enginn neitt? Nema nokkrir hugaðir eins og Björk sem þora að láta tilfinningar sínar í ljós.

Við getum ekki látið svona viðgangast og að Íslendingar skuli vera að koma sér í mjúkinn hjá Kínverjum sem hafa þetta á samviskunni getur ekki verið rétt.


mbl.is Fréttir um marga látna í Tíbet
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Já þetta er mjög sorglegt ástand. Og en verra þegar að kínverjar eru að vitna í Ingibjörgu í fréttum hjá sér ,um að hún styðji Kína í viðleitni þeirra við að halda landinu óskiptu.

Finnst að við ættum alvarlega að huga að því að draga okkur út úr Ólynpíuleikunum nema að þarna verði breytinga til batnaðar. Þó er ég á því svona almennt að öll samskipti okkar við Kína stuðli smátt og smátt að breytingum til batnaðar hjá þeim. En þarna í Tíbet eru þeir að sýna hlið á sér sem mér líkar ekki.

Magnús Helgi Björgvinsson, 16.3.2008 kl. 23:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband