Mánudagur, 17. mars 2008
Er blóðug sagan frá 1959 að endurtaka sig? Hvernig bregðast íslensk stjórnvöld við?
Nú verður heimsbyggðin að bregðast við?
Hvað getum við gert?
Er sagan frá 1959 að endurtaka sig? Það er ansi erfitt að leggja mat á þetta þar sem maður veit að fréttaflutningur gæti verið mjög brenglaður Kínverjum í vil. Þannig er það bara. Því gæti ástandið verið miklu verra en við gerum okkur grein fyrir.
Hvar eru stjórnvöld á Íslandi? Mannréttindasinnar? Stjórnvöld utanríkismála á Íslandi? Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra?
Við getum ekki horft upp á þetta. Við Íslendingar sem höfum verið að koma okkur í mjúkinn hjá Kínverjum ötum okkur blóði með slíku því kínversk stjórnvöld bera ábyrgð á þessum menningarlegu þjóðarmorðum sem hafa átt sér stað síðastliðin 50 ár og eiga sér stað í Tíbet í dag.
Tíbetar eiga það inni eftir kúgun síðustu 50 ára að heimsbyggðin veiti þeim stuðning núna og aðstoð við að frelsa þá frá Kínverjum og þeir geti fengið andlegan leiðtoga sinn, Dalai Lama, aftur til síns heimalands og geti um frjálst höfuð strokið.
Oft var þörf en nú er nauðsyn.
Dalai Lama segir menningarlegt þjóðarmorð framið í Tíbet | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:09 | Facebook
Athugasemdir
Við gætum náttúrlega talið líkin.... en glætan að við fáum að fylgjast með því hafaríi. Athugaðu google earth.
Ásgrímur Hartmannsson, 17.3.2008 kl. 00:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.