Hjartanlega sammála þessu

Tek undir með öðrum að það er gott mál að mbl sé að vekja athygli á þessu mikilvæga byggðamáli.

Það er fullkomlega eðlilegt að störf á vegum hins opinbera séu dreifð um landið í réttu hlutfalli við fólksfjölda á hverjum stað og mættu hlutföllin frekar vera aðeins ójöfn þannig að hallaði á höfuðborgarsvæðið með tilliti til þess að ganga á undan einkafyrirtækjum í þeirri stefnu að auka atvinnutækifæri á landsbyggðinni.

Það er ógrynni starfa sem eru þess eðlis að landfræðileg staðsetning skiptir ekki máli þar sem þau eru unnin að miklu leyti í gegnum net og síma. Þannig að eina forsendan er að gott netsamband sé. Hins vegar eins og bent er á getur það jafnvel verið betra að hafa þessi störf úti á landi þar sem þau eru í meira návígi við þær atvinnugreinar sem störfin byggja á eins og til dæmis landbúnað.

Með því að flytja þessi störf á landsbyggðina eykur það möguleika fólks á góðum störfum í sinni heimabyggð eða fyrir þá sem eru af mölinni en vilja breyta til og búa úti á landi en hafa ekki átt kost á því þar sem ekki hafa verið störf í boði sem henta þeirri menntun sem fólk hefur aflað sér. Með tilkomu nýrra starfa kemur nýtt fólk og þá eykst þörf fyrir þjónustu sem skapar þá enn ný störf og þannig er smám saman skotið styrkari stoðum undir landsbyggðina.

Ekki veitir af því á þeim tímum sem ríkja núna og niðurskurður meðal annars þorskveiðiheimilda hefur haft lamandi áhrif á mörg sveitarfélög úti á landi og ekki hefur farið mikið fyrir þeim miklu mótvægisaðgerðum sem boðaðar voru. Við þessu þarf að bregðast svo öll þau stórglæsilegu sveitarfélög sem við eigum á landsbyggðinni geti dafnað áfram og vaxið.

Þetta er mjög mikilvæg aðgerð til þess að blása lífi í mörg sveitarfélög landsins, ekki bara í Eyjafirði.


mbl.is Fleiri ríkisstörf ættu að fara til Eyjafjarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband