Góðir molar

Fékk þessa góðu mola að láni af blogginu hennar Rósý vinkonu Wink. 

Fegrunarráð frá Audrey Hepburn

- til að fá fagrar varir skaltu bara hafa eitthvað gott að segja

- til að hafa falleg augu skaltu svipast um eftir því fallega í fólki

- til að hafa fallegar línur skaltu gefa með þér af matnum

- við höfum tvær hendur. Eina til að hjálpa okkur sjálfum og eina til að rétta hjálparhönd.

Aldrei...

Aldrei segja að þú ætlir að vera, ef þig langar að fara.
Aldrei halda í höndina mína, ef þú ætlar að sleppa.
Aldrei segjast vera hér, ef þú ert það í alvörunni ekki.
Aldrei horfa í augun mín, ef það eina sem þú gerir er að ljúga.
Aldrei segja að ég sé eitthvað, ef ég er það ekki.
Aldrei segja " ég elska þig", ef það eru bara orð.
Aldrei tala um tilfinningar, ef þær eru ekki til staðar.
Aldrei gera mig glaða, ef þú ætlar að særa mig,
ekki vera kyrr, ef þú ætlar að fara... ...verum samstíga.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband