Tíbet fyrir Tíbeta

Það er þyngra en tárum taki að vita (og ekki vita í raun og veru) til þess sem Tíbetar hafa þurft að búa við síðastliðin 50 ár og eru að eiga við í dag.

Nú þarf heimsbyggðin að bregðast við og nýta til þess þrýsting vegna ÓL í Peking í sumar.

Kínverjar eiga að láta af yfirráðum sínum yfir Tíbet og veita þeim fullt sjálfstæði á ný. Það er augljóst að þeir vilja halda Tíbet vegna þeirra eðalmálma sem Tíbet býr yfir.

Ég er ánægð með Birgittu Jónsdóttur http://www.birgitta.blog.is/ og þá sem hafa verið að leggja sitt á vogarskálarnar heima vegna þessara voveiflegu atburða.

Það er sorglegt að risavaxið stórveldi eins og Kína skuli komast upp með það að leggja undir sig annað ríki einungis vegna græðgi fyrir framan augu heimsbyggðarinnar án athugasemda. Ekki nóg með það heldur er markvisst verið að reyna að þurrka út menningararf Tíbeta og smám saman þurrka þessa þjóð út. Sem vott um það þá mega Kínverjar sem búa í Tíbet eiga tvö börn á meðan þeir mega einungis eiga eitt barn í Kína. Hvers vegna skyldi það nú vera?

Það var ein sú sorglegasta upplifun sem ég hef upplifað að vera stödd í Potala Palace, höll Dalai Lama, umkringd Tíbetum sem voru þar að biðja undir vökulu augnaráði vel vopnaðra kínverskra hermanna. Þannig var ástandið 2002. Ég get því ekki ímyndað mér hvernig það er núna.

Hvet alla til að skrifa undir stuðningsyfirlýsingu fyrir Tíbet.

http://www.avaaz.org/en/tibet_end_the_violence/50.php

 


mbl.is Mótmæli í Tíbet
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Örlög Tíbeta, að þurkast smám saman út í flóði kínverja ætti að vera okkur íslendingum þörf áminning um þær hættur sem "smáþjóðum" stafar af miklum aðflutningi fólks inn í lönd sín.  Tíbetar ráða engu um örlög sín núna, en okkur(íslendingum) sem getum þó ráðið því sem við viljum í þessu virðumst eigi að síður ætla Tíbesku leiðina sjálfviljuga(a.m.k. vilji pólitíkusa).

Ísland fyrir Íslendinga, að sjálfsögðu

kalli (IP-tala skráð) 30.3.2008 kl. 18:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband