Mánudagur, 31. mars 2008
Sírenur
Ég velti vöngum yfir því í mörgum hvort það væri bara ég eða hvort óvenju margar sírenur væru núna. Þar sem ég bý ekki langt frá sjúkrahúsi þá heyri ég nokkuð oft sírenur.
Ég velti því sama fyrir mér í dag þegar ég var stödd niðri í miðbæ og sá tvo slökkviliðsbíla fara framhjá og heyrði meira sírenuvæl.
Ég velti því fyrir mér hvort einhver ólga væri að taka sig upp á ný og ræddi það við vinkonu mína.
Það er hins vegar svolítið sérstakt að þegar maður býr sjálfur á staðnum þá verður maður ekkert sérlega var við allt sem gerist. Ég t.d. vissi það ekki fyrr en ég var á Íslandi um daginn að það hefði verið sprengdur leikskóli ekki ýkja langt frá mér í látunum um daginn.
Lífið heldur áfram sinn vanagang þrátt fyrir sírenur og maður vonar alltaf í hvert skipti sem maður heyrir þær að betur hafi farið en á horfist.
http://jp.dk/webtv/webtv_indland/?movieId=15756&Id=1306706
http://jp.dk/indland/aar/article1306565.ece
Bílsprengja í Árósum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:50 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.