Fimmtudagur, 3. apríl 2008
Það ætti að taka skrefið lengra
Ánægjulegt að komin sé löngu tímabær, tímasett ákvörðun varðandi stimpilgjöld. Það hefði hins vegar verið betra að sjá menn ganga alla leið og afnema þau með öllu.
Það er merkilegt hvað það er miklu smurt ofan á íslenska neytendur og nefnt ýmiss konar nöfnum. Sem dæmi má taka að í Danmörku eru engin færslugjöld af Dankortinu sem langflestir nota. Það er heldur enginn fit kostnaður. Ef menn fara langt yfir á kortinu þá hefur bankinn samband og lætur fólk vita af því án frekari aðgerða.
Þetta mættu íslenskir bankar taka sér til fyrirmyndar.
Það er jákvætt varðandi þessar aðgerðir að styðja eigi þá sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð því eins og menn hafa rætt er það orðið ungu fólki nær ómögulegt að eignast sína fyrstu eign. Það getur hins vegar eins og formaður fasteignasala nefnir valdið vandræðum að skilgreina þetta. Ef fólk t.d. erfir lítinn hlut í fasteign og er þá skráð fyrir henni þá mun það sennilega ekki fá afnumin stimpilgjöld af sinni fyrstu íbúð sem það kaupir.
Ég hvet fólk til að kynna sér góðar færslur á síðu bloggvinar míns Halls Magnússonar www.hallurmagg.blog.is sem er með góðar hugmyndir varðandi það hvernig hægt sé að þróa Íbúðalánasjóð þannig að hann geti staðið betur undir hlutverki sínu. Hlutverk Íbúðalánasjóðs hefur sjaldan verið eins mikilvægt eins og nú til þess að tryggja fólki möguleika á að festa kaup á eigin húsnæði hvar sem er á landinu. Það er til dæmis mjög áhugaverð og löngu tímabær hugmynd sem hann reifar að endurskoða þurfi það ákvæði að miðað sé við brunabótamat. Eins og menn vita er það langt undir þeirri upphæð sem fólk þarf að greiða fyrir íbúðina og flestir hafa ekki svo mikið til þess að reiða fram. Sérstaklega ekki þeir sem eru að koma undir sig fótunum í fyrsta sinn eða eru efnalitlir. Þetta er því gríðarlega mikilvægt atriði til að styðja við þá sem helst þyrfti.
Óttast stíflu á fasteignamarkaði fram til 1. júlí | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:04 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.