Er þokan á gleraugum heimsbyggðarinnar að skýrast?

Nú eru kínversk stjórnvöld í vanda.

Með hverjum deginum sem líður fellur glæsitjaldið betur og betur og smátt og smátt koma í ljós mannréttindabrot þau sem teljast daglegt brauð þar í landi þegar augu umheimsins beinast að Kína.

Þetta er ekki heppilegt þegar á að setja upp glæsilega leiksýningu til að sýna heimsbyggðinni fram á allt annað en raunveruleikann.

Hvað ætli margir hafi verið fangelsaðir vegna slíkra glæpa síðustu ár?

Hvað ætli margir hafi verið myrtir vegna mótmæla gegn kínverskum stjórnvöldum?

Hvað er að heimsbyggðinni, hvers vegna er þoka á mannréttindagleraugunum? Eru þau kannski þakin blóði?

Það er ekki hægt að þvo hendur sínar af því að horfa framhjá þessu.

Það geta Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra  og íslensk stjórnvöld ekki heldur gert.


mbl.is Kínverskur aðgerðarsinni fangelsaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Alveg sammála.

Georg P Sveinbjörnsson, 3.4.2008 kl. 19:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband