Góðan daginn íslensk stjórnvöld!

Er einhver vaknaður á stjórnarheimilinu eða í þingheimi almennt?

Hvað er að frétta af vinnu ykkar og afstöðu varðandi málefna Tíbet?

Við þurfum að taka skýra afstöðu gegn þeim mannréttindabrotum sem framin eru í Tíbet af kínverskum stjórnvöldum.

Við eigum að afboða komu okkar á ÓL í Peking og sýna Tíbetum stuðning. Það er kominn tími til að beita kínversk stjórnvöld þrýstingi til þess að láta af ómannúðlegri ofbeldisstefnu sinni þar sem framin eru menningarleg þjóðarmorð og kúgun og ofbeldi beitt sem valdatækjum.

 

 

 


mbl.is Átök brutust út í Sichuan héraði í Kína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Heyr heyr. Ég tek undir allt sem þú setur fram um böðlana í Kína og að við eigum vitaskuld að taka einarða afstöðu gegn þjóðarmorðinu í Tíbet og kúgun Kína á varnarlausu þjóðinni sem þar býr. Sniðgöngum Ólympíuleikana í Peking. Við hyllum skúrkinn ef við mætum þar eins og var um Hitler og Ólympíuleikana í Berlín forðum. Við erum alltaf númer sjokk hvort eð er. Höldum sérstaka leika með þeim sem ekki mæta vilji mnn endilega halda í útrás með íþróttaburði okkar.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 4.4.2008 kl. 22:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband