Til hamingju með daginn Sammi minn!

Sammi og Siv í SVÁnægjulegt að sjá að sá dagur sé runninn upp sem hann Sammi tekur sæti á þingi en hann tók sæti sem varamaður Sivjar Friðleifsdóttur í dag.

Sammi er drengur góður og það var einstaklega ánægjulegt að taka þátt í kosningabaráttunni með honum. Ég er spennt að heyra hversu snöggur hann Sammi var/verður í pontu!

Það er mikilll fengur að honum Samma. Þvílík orka sem hann hefur og hann nær alltaf að slá á létta strengi og manni leiðist sko ekki með honum Samma. Það voru ófá hlátrasköllin sem við tókum á flakkinu okkar síðasta vor. Það gefur lífinu gildi að geta haft svolítið gaman af hinum daglegu verkefnum og það er ekki síður mikilvægt þegar þau eru alvarleg og krefjandi.

Gangi þér sem allra best kæri Sammi.


mbl.is Tveir nýir varaþingmenn setjast á Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góður er Sammi,þó að ég sé ekki frammari eins og þið.Sakna hans hjá RÚV.Bestu kveðjur

Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 7.4.2008 kl. 20:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband