Hrós dagsins á Bjarni Harðarson alþingismaður

Bjarni Harðarson þingmaður okkar framsóknarmanna á svo sannarlega hrós dagsins.

Hann á hrós skilið fyrir að taka þetta mikilvæga mál upp í sölum Alþingis og koma því á framfæri á bloggsíðu sinni.

http://bjarnihardar.blog.is/blog/bjarnihardar/entry/500787/#comment1257570

 

Lesa umræðuna á Alþingi:

http://www.althingi.is/altext/135/04/l08140350.sgml

Hlusta eða horfa á umræðuna á Alþingi:

http://www.althingi.is/altext/hlusta.php?lidur=lid20080408T140350&end=2008-04-08T19:13:13

Það er merkilegt hversu lítið hefur farið fyrir þessu hingað til þar sem um stórmál er að ræða og er þetta mál mjög fyrirferðarmikið annars staðar. Stjórnvöld margra landa hafa sent frá sér yfirlýsingar varðandi þetta mál. Ég  upplifi þetta eins og íslensk stjórnvöld ætli að reyna að þreyja þorrann og þegja þetta af sér þar sem það sé þeim ekki í hag að sýna stuðning með málefnum Tíbeta. Atkvæðið í öryggisráðið getur ekki verið svona verðmætt. Ekkert er verðmætara en mannréttindi og mannslíf. Það verður þá blóði drifið og illa fengið atkvæði í mínum augum.

Það þarf kjark til þess að standa svona í lappirnar gegn risaveldi eins og Kína og þann kjark höfum við.

Ekki það að ég tek undir með Bjarna. Málin eru eflaust betri núna en áður fyrr og það er margt gott um Kína að segja og eflaust eru þeir að vinna í sínum málum. En betur má ef duga skal.

Hins vegar eru staðreyndir á ferð hér varðandi mannréttindabrot þeirra og málefni Tíbeta sem er ekki hægt að horfa framhjá.

Leiðtogar heims verða að standa í lappirnar og nota þrýstiafl sitt til stuðnings Tíbet. Það getur það enginn annar. Núna er tækifærið með þeirri umfjöllun sem er í kringum ólympíuleikana.

Ég vona svo sannarlega að íslensk stjórnvöld hafi lært sína lexíu varðandi það að það vinnst aldrei neitt með því að ganga gegn sannfæringu sinni með því að reyna að koma sér vel við stjórþjóðir. Við eigum að hafa lært á þeirri reynslu. Gerum ekki þau mistök aftur.

Ég er stolt af því að vera framsóknarkona!


mbl.is Gere telur að Kína eigi við djúpstæðan vanda að etja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalheiður Þórisdóttir

"það verður þá blóði drifið og illa fengið atkvæði" Algjörlega, fullkomlega sammála þér.

Bestu kveðjur úr snjónum

Aðalheiður Þórisdóttir, 9.4.2008 kl. 12:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband