Föstudagur, 11. apríl 2008
Um aðgengismál
Bendi á góðan pistil Freyju Haraldsdóttur um aðgengismál.
http://almaogfreyja.blog.is/blog/almaogfreyja/entry/502793/
Samfélag okkar á að vera samfélag án óþarfa hindrana og samfélag sem byggt er upp með þarfir allra í huga.
Hvers vegna er það ekki þannig að starfsleyfi opinberra stofnana og annarra er veita einhvers konar þjónustu sé háð því að aðstæður séu aðgengilegar öllum? Er það ekki bara sjálfsagt?
Það getur ekki verið í lagi að fólk geti leyft sér að segja að það sé of mikil fyrirhöfn að gera skábraut eða stuðla að aðgengi á annan máta.
Þetta þyrfti að skoða.
Það má líka ekki gleyma því að margt af því sem stuðlar að bættu aðgengi þeirra sem hafa skerðingar eykur einnig aðgengi margra annarra hópa. Sem dæmi um þetta má nefna aðgengi að heimasíðum. Ef opinberar stofnanir væru skyldugar til þess að hafa heimasíður sínar settar upp með aðgengilegum hætti þá væri það ekki síður gott fyrir þá sem eru farnir að eldast, fyrir fólk af erlendu bergi brotið og svo framvegis.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:57 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.