Sunnudagur, 20. apríl 2008
Sumarið er tíminn...
Sumarið er tíminn... eins og Bubbi söng um árið.
Ó já þetta er eitt af mínum uppáhalds lögum. Það lýsir svo vel því sem gerist innra með manni þegar vorið er í fullu fjöri, bægir köldum vetrinum frá og greiðir leið sumarsins.
Það lýsir svo vel fiðringnum sem maður finnur.
Að heyra fuglana syngja.
Að fylgjast með því hvernig brumið á trjánum springur út með hverjum deginum.
Hvernig sólin hækkar á lofti og vermir allt og kyssir með geislum sínum.
Hvernig maður fyllist smám saman meiri og meiri orku og spennu.
Og hlakkar til þess að sumarið komi í allri sinni dýrð með hlýju sinni, birtu og endalausum sumarnóttum.
Þetta er minn uppáhalds tími.
Ég elska vorið og sumarið.
Gleðilegt sumar gott fólk!
Sumarið er að minnsta kosti komið í DK .
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.