Gott hjá Parísarbúum

Ég hvet íslensk stjórnvöld til þess að gera Dalai Lama að heiðursborgara.

Dalai Lama á allan þann stuðning sem hann og þjóð hans getur fengið skilið.

Hann hefur haldið ró sinni og stillingu þrátt fyrir að hafa þurft að horfa upp á mikil voðaverk gegn þjóð sinni í hartnær 60 ár. Alla tíð hefur hann reynt að stuðla að friðsamlegri lausn án ofbeldis.

Það er samt ekki nóg að heiðra hann og veita honum friðarverðlaun Nóbels þó það sé mjög gott og gilt. Hann þarf líka á stuðningi í verki að halda og þann stuðning myndu til dæmis íslenskir ráðamenn geta veitt með því að þrýsta á kínversk stjórnvöld um að veita Tíbetum sjálfstæði.

Þetta er gott skref hjá Parísarbúum.


mbl.is Dalai Lama heiðursborgari Parísar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband