Hvað fengi Björgvin að sjá í Tíbet?

Vísir, 21. apr. 2008 17:54

Kínverjar hvöttu Björgvin til þess að heimsækja Tíbet

mynd

Á föstudaginn lauk opinberri heimsókn Björgvin G. Sigurðssonar viðskiptaráðherra til Kína. Auk föruneytis ráðherra voru með í för viðskiptasendinefnd frá FÍS og Íslensk-Kínverska verslunarráðinu.

Heimsótt var China Import and Export fair í Guangzhou, sem er stærsta vörusýning í Kína með um 800 þúsund fermetra sýningarsvæði. Þá voru nokkur íslensk fyrirtæki með starfsemi í Kína heimsótt. Þar á meðal Landsbanki Íslands og leikfangafyrirtækið MIND í Hong Kong; og Green Diamond og Orka International Ltd.í Zhongshan.

Síðast en ekki síst heimsótti viðskiptaráðherra starfsbróður sinn í Beijing, Zhou Bohua og fleiri ráðamenn.

Í viðræðum ráðherranna lagði íslenski viðskiptaráðherrann áherslu á gagnkvæman ávinning landanna af auknum viðskiptum og mikilvægi þess að íslensk fyrirtæki geti átt bein og milliliðalaus viðskipti við kínversk fyrirtæki.

Ráðherrann lagði einnig áherslu á að virðing mannréttinda væru óaðskiljanlegur hluti viðskipta. Stór hluti ábyrgðarinnar á að hvíla á fyrirtækjunum sjálfum en stjórnvöld eiga að hvetja til aukinnar samfélagslegrar ábyrgðar af þeirra hálfu.

Ennfremur lýsti viðskiptaráðherra áhyggjum íslenskra stjórnvalda yfir ástandinu í Tíbet.

Kínverski ráðherrann, sem og aðrir kínverskir ráðamenn sem rætt var við í ferðinni, svo sem aðstoðarráðherra utanríkisviðskiptamála og varaformaður China Council of the Promotion of International Trade, hyggst beina því til kínverskra fyrirtækja að gera allt sem hægt er til að auðvelda viðskipti við fyrirtæki í smærri löndum þar sem pantanir eru eðli máls samkvæmt smærri. Ráðherrann varði stórum hluta fundarins í að skýra stöðu mála í Tíbet, frá sjónarhóli Kínverja og hvatti íslenska starfsbróður sinn til að heimsækja Tíbet og kynna sér ástandið með eigin augum.

Með ráðherra í för voru Gunnar Snorri Gunnarsson, sendiherra, Áslaug Árnadóttir, ráðuneytisstjóri, Jón Þór Sturluson, aðstoðarmaður ráðherra, Atli Freyr Guðmundsson skrifstofustjóri, Pétur Yang Lee, viðskiptafulltrúi og Skúli J. Björnsson formaður Félags íslenskra stórkaupmanna. (Tekið af http://www.visir.is/ 21.4.2008).

Það er gott hjá Björgvini G. Sigurðssyni viðskiptaráðherra okkar að hafa verið ötull við að halda málefnum Tíbeta á lofti.

Ég verð hins vegar að segja að ég átta mig ekki alveg á því hvað þeir ætla að sýna honum í Tíbet. Mér þykir það líka svolítið skrýtið að þeir skuli ekki hleypa mannréttindafulltrúa inn í landið, ekki fjölmiðlamönnum og nú segi ég LAND því ég álít Tíbet vera sjálfstætt land en ekki hluta af Kína. Af hverju fær Björgvin þessa hvatningu en ekki mannréttindafulltrúar eða fjölmiðlamenn? Ætla þeir að sýna honum einhverja fægða yfirborðsmynd af Tíbet? Maður spyr sig? Það væri líka kannski upplagt að heimamaður myndi taka á móti honum TÍBETI en það stendur sennilega ekki til.

Ég hvet ykkur til þess að skoða þessa frétt frá CNN þar sem kínverskir ráðamenn eru enn að staglast á því að Dalai Lama skuli standa fyrir því ofbeldi sem átt hefur sér stað í Tíbet og víðar og hann nánast hótar Vesturlöndum í lok fréttarinnar þar sem hann segir okkur öll vera á sama báti og það sé ekki heillavænlegt að rugga bátnum!

http://edition.cnn.com/video/?/video/world/2008/03/27/lustout.jianmin.intv.china.cnn

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband