Miðvikudagur, 11. júní 2008
Ný forysta SUF
Ekki hefur mikið farið fyrir bloggi á þessum bænum undanfarið en nú er próflestri lokið, sumarið framundan og því ætti blogghagur minn að vænkast á næstunni.
Síðustu helgi var haldið 70 ára afmælisþing SUF.
Ég hefði gjarnan viljað vera með og taka þátt í þessu góða þingi en var fjarri góðu gamni að þessu sinni en var samt sem áður með í huganum.
Ný forysta ungra framsóknarmanna var kjörin með Bryndísi Gunnlaugsdóttur í broddi fylkingar. Ég vil nota tækifærið og óska nýrri forystu SUF til hamingju og þakka fyrri forystu góð störf. Mér líst mjög vel á nýja forystu og Bryndís er lýsandi dæmi um þann kraft sem býr í grasrót flokksins. Því hefur verið fleygt fram að næsti varaformaður verði Eggert Sólberg Jónsson sem er dugnaðurinn og viskubrunnurinn uppmálaður. Saman munu þau væntanlega leiða okkur hin áfram. Sjálf mun ég skipa bekk varastjórnar SUF og er ákaflega ánægð með að vera hluti af forystuhópi SUF.
Nýlega er komin í loftið ný og glæsileg heimasíða SUF www.suf.is
Við SUF-arar erum á grænu ljósi og það er komið sumar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 12.6.2008 kl. 00:37 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.