Fimmtudagur, 12. júní 2008
Blint stefnumót?
Ef þú ætlar á "blint stefnumót" á næstunni þá mæli ég með því að nýta sér þennan frábæra kost.
10.júní
Blint kaffihús
Ungmennadeild blindrafélagsins Ungblind ætlar að reka blint kaffihús frá og með 17 júní n.k. til 20 júlí. Kaffihúsið verður staðsett í húsi Blindrafélagsins að Hamrahlíð 17. og verður opið alla virka daga frá 1100 til 1500.
Blint kaffihús felur í sér að allt er í svarta myrkri og á meðan þjóna blind ungmenni til borðs fá gestirnir þá nasasjón af því hvernig er að vera blindur.
Tekið er við pöntunum fyrir hópa í hádegismat í síma 525-0034 eða 895-8582.(Tekið af www.mosfellsfrettir.is)
Þetta er frábært framtak! Ég hvet alla til þess að prófa þetta því til þess að setja sig í spor annars fólks þá þarf maður að komast sem næst því að finna aðstæður annarra á eigin skinni, það er að segja á eigin skynfærum!
Ég man alltaf eftir því þegar mínir frábæru yfirmenn á sambýlinu sem ég starfaði á stóðu fyrir "blindum starfsmannafundi". Þá vorum við öll með lepp yfir augunum og héldum fundinn þannig. Margt af því sem maður hafði ekki skilið rann upp fyrir okkur þar. Það var alveg mögnuð reynsla sem aldrei mun gleymast.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:20 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.