Fimmtudagur, 12. júní 2008
Til þess eru fjölskylda og vinir
Þau eru fólkið sem er alltaf.
Þau eru fólkið sem er með manni þegar maður dansar á bleikum rósum.
Þau eru fólkið sem er ennþá þegar rósirnar fölna, grár hversdagsleikinn tekur við og rósunum sem maður dansaði á rignir yfir mann með sorg.
Þau eru fólkið sem hringir í mann bara til að kanna hvernig maður hefur það.
Þau eru fólkið sem maður þarf að gefa "update" reglulega um að maður sé ekki týndur og tröllum gefinn.
Þau eru fólkið sem hristir fram heila veislu rétt á meðan maður skellir sér í sturtu þegar maður kom heim 20 mín. áður en veislan átti að byrja.
Þau eru fólkið til að hlæja með og líka til að gráta með.
Þau eru fólkið sem mann langar að gefa allan heiminn bara til að sjá þau brosa.
Þau eru fólkið sem hvetur mann áfram, fólkið sem maður vill standa sig fyrir.
Þau eru fólkið sem maður getur speglað sig í og séð bæði kosti sína og galla.
Þau eru fólkið sem maður getur opnað sig fyrir en líka átt gott kvöld án þess að sökkva sér of djúpt.
Þau eru fólkið sem geta séð mann hvernig sem maður lítur út og hvernig sem heimili manns er.
Þau eru fólkið sem þú treystir fyrir öllu þínu.
Þau eru fólkið sem hjálpar þér þegar á þarf að halda og þú vilt hjálpa.
Þau eru fólkið sem lætur manni líða eins og maður sé heima, hvar sem maður er.
Þau eru fólkið sem nær bröndurunum þínum.
Þau eru fólkið sem þú hugsar til þegar þú sérð eitthvað sniðugt.
Þau eru fólkið sem gefur öllu þínu lífi gildi.
Og...
þau eru svo miklu miklu meira því hver og einn er einstakur og skiptir mann máli á svo einstakan máta.
Eigið góða helgi kæru vinir.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.