Þriðjudagur, 7. október 2008
Islændinge dropper Danmark
Nú ríkir hálfgerð Þórðargleði hjá Dönum...
Talsvert hefur verið fjallað um kreppuástandið á Íslandi í ljósvakamiðlum hér. Hér er þetta útskýrt þannig að Íslendingar hafi tekið lán í útlöndum (dollara, evrur og jen) og svo séum við lent í vandræðum núna þegar borga eigi lánin tilbaka og lendum sérlega illa í kreppunni vegna þeirrar útrásar sem verið hefur síðustu ár. Við höfum keypt fyrirtæki og grætt vel á ýmsum verslunum eins og Magasin og Illum.
Þetta komi illa niður á öllu efnahagskerfinu og einnig fasteignaeigendum þar sem lánin og vextir hækki mjög mikið. Danskir fjölmiðlar segja að það liggi í loftinu að Íslendingar muni selja mörg þau fyrirtæki sem þeir hafi verið að kaupa undanfarin ár m.a. í Danmörku og Bretlandi. Einnig er fjallað um að Íslendingar hafi fengið 30 milljarða (dkr) lán hjá Rússum og efi sé vegna þessa samnings.
Hér eru dæmi um fréttalínur sem rúlla á skjánum á DR update:
- Baugur er glad for Magasin og Illum
- Islandsk krise rammer engelsk fodbold
- Islændinge dropper Danmark
- Rusland laaner Island 30 mia. kroner
- Derfor rammer krisen Island haardt
- Tvivl om islandsk-russisk aftale
Einhver gæti haldið því fram að menn gleðjist Þórðargleði yfir óförum okkar... en hins vegar eru Danir einnig á leið í talsverð vandræði.
Baksvið: Hvaða vinir" brugðust? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég hef enga þórðargleði séð hér í Danmörku! Hvaða bull er þetta eiginlega. Ef íslendingar hætta að ausa peningum i Magasin og Sterling fara þessi fyrirtæki einfaldlega á hausinn. Það er engin annar viljugur til að leggja peninga í fyrirtæki sem hafa verið rekin með bullandi tabi í fjölda ára. Það er engin ástæða til að láta gremju sína bitna á Danmörku. Að þér finnst niðurlægjandi að svona er komið fyrir okkur er þitt mál. Allar þessar greinar sem þú nefnir eru mjög málefnalegar og engin niðurlægingartónn í þeim á neinn hátt. Það kemur ekki einusinni fram "Hvað sögðum við" Sem væri þó fullkomlega sanngjarnt þar sem fyrri varnarorð i virtum viðskiptablöðum voru skrumskæld og mistúlkuð af íslenskum fjölmiðlum.
Thor Svensson (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 20:01
Sammåla Thor
Iris (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 01:27
Er algjörlega sammála þér Kidda mín, vitna bara í nýja frétt á mlbl.is með fyrirsögninni "söfnun fyrir Ísland". Ég bý líka í Danm0rku og fylgist vel með fréttunum en verð þó að segja að það eru viss blöð sem eru með svona viðhorf en alls ekki allir Danir.
Kristrún (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 15:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.