Hver borgar svo af láninu?

Gott mál að menn skuli hafa náð sáttum, það er fyrir öllu.

Hins vegar væri áhugavert að fá nánari skýringar á því hver muni svo greiða af láninu til Hollendinga. Eru það skattpeningar okkar eða verður það tekið úr sjóðum vegna sölu þeirra útrásarmanna sem settu þessa starfsemi á fót? Þarna er talað um íslenska ríkið en ekki var það íslenska ríkið sem stóð fyrir þessari starfsemi. Eiga ekki Björgólfs feðgar heilmiklar eignir upp í þetta erlendis???

Sama spurning er uppi á borðinu varðandi málefni Bretanna. Ég var nú alveg sammála Davíð því að forðast beri í lengstu lög að íslensk heimili og íslenska framtíðin taki þetta á sig. Sérstaklega í ljósi þess að fyrst ber amk. að þurrka upp allar eignir þeirra sem stóðu að þessu. Þegar það er þurrausið þá verður þjóðin sennilega að taka ábyrgðina á sig?

 


mbl.is Samkomulag náðist við Holland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessir peningar voru endurlánaðir t.d. í íbúðalán, bílalán og neyslulán til Íslendinga og annara sem voru í viðskiptum við íslensku bankana. Það eru afborganir af þeim lánum sem borga þetta. Við erum að borga hluta af innistæðunum til baka en útlánin eru öll en til staðar, þau hafa ekki tapast.

Hins vegar gæti það gerst að vegna lítils fjárstreymis að fyritækin og einstaklingarnir sem eru með útlánin hjá bönkunum næðu ekki að borga af þessu, þess vegna er svo mikilvægt að bankarnir nái að starfa eðlilega og útlánaþegar geti á endanum borgað sínar skuldir, þannig virkar kerfið.

Ef við komum hjólum atvinnulífsins í gegnum þennan skarkala þá munu útlánin borga af þessum lánum, en ég tek fram EF þau komast í gegnum þetta.

Með því að endurgreiða innlánin er ekki endilega verið að ganga á ríkið. Það sem er meiri óvissa um eru lán sem bankarnir tóku hjá öðrum lánastofnunum, líklega munu þessar lánastofnanir tapa sínum útlánum. Við það mun myndast tregða til að lána íslenskum bönkum þó þeir séu ríkisreknir og þar liggur vandamálið.

Besta leiðin út úr þessu er að koma Framsókn í ríkisstjórn og við gerum sama kraftaverk og 94 þegar við fórum fram með átakið 12.000 ný störf, það er það sem þarf að gera, koma fólki í vinnu og atvinnulífinu af stað.

Kv.

Björgmundur (IP-tala skráð) 11.10.2008 kl. 17:01

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Er þetta nú alveg rétt? Nú er búið að skilja á milli erlenda hluta Landsbankans og svo innlenda. Og nú eru hugmyndir og möguleiki á að IceSave verði selt. Þá væntnlega verður það kaupverðið sem fer upp í þetta lán sem ríkið er að taka fyrir lágmarkstryggingu hjá Hollandi.

Magnús Helgi Björgvinsson, 11.10.2008 kl. 18:12

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

P.s. Spurning að rukka Björgúlfan fyrir rest.

Magnús Helgi Björgvinsson, 11.10.2008 kl. 18:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband