Sunnudagur, 23. nóvember 2008
Velferðin varin á morgun
Útifundur á Ingólfstorgi mánudaginn 24. nóvember kl. 16.30
Dagskrá:
Tónlistaratriði
Tómas R. Einarsson og Ragnheiður Gröndal
Gerður A. Árnadóttir
formaður Þroskahjálpar
Árni Stefán Jónsson
varaformaður BSRB
Halldór Sævar Guðbergsson
formaður Öryrkjabandalags
Margrét Margeirsdóttir
formaður Félags eldri borgara í Reykjavík
Fundarstjóri verður Björg Eva Erlendsdóttir
Fjölmennum á fundinn og sýnum að við látum ekki brjóta velferðarþjónustuna niður
Íslendingar! Við höfnum því að ráðist verði að undirstöðum samfélagsins með stórfelldum niðurskurði á velferðarkerfinu. Þegar þrengir að er mikilvægt að ekki sé vegið að almenningi. Við höfnum sérhverri aðför og krefjumst þess að stofnanir samfélagsins verði styrktar á erfiðum tímum.
(tekið af http://www.almaogfreyja.blog.is/blog/almaogfreyja/)
Ég hefði nú gjarnan viljað mæta á þetta á morgun en á ekki heimangengt. En mér finnst þetta frábært framtak og núna þarf að standa dyggan vörð um velferðarkerfið sem byggt hefur verið upp undanfarin ár m.a. Íbúðalánasjóð. Þetta er ekki rétti staðurinn til þess að beita niðurskurðarhnífnum sem beittast. Það á frekar að beita honum á málefni sem varða t.d. utanríkismál, hlunnindi hvers konar og sérkjör. Það er af nógu að taka þar sem kemur langt á undan velferðarmálum í forgangi. Þar þarf mun fremur að bæta í en hitt.
Sparnaðarhugmyndir aðför að velferðarkerfi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:03 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.