Þriðjudagur, 25. nóvember 2008
Blogghlé
Jæja kæru vinir,
ég ætla að taka mér smá blogghlé.
Farið vel með ykkur og ykkar fólk, brosið til hvers annars, knúsið hvert annað og tendrið ykkar framtíðarsýn með aðventukertunum.
Bestu kveðjur,
Kidda.
Við kveikjum einu kerti á.
Hans koma nálgast fer
sem fyrstu jól í jötu lá
og Jesúbarnið er.
Við kveikjum tveimur kertum á
og komu bíðum hans,
því Drottinn sjálfur soninn þá
mun senda í líking manns.
Við kveikjum þremur kertum á,
því konungs beðið er,
þótt Jesús sjálfur jötu og strá
á jólum kysi sér.
Við kveikjum fjórum kertum á.
Brátt kemur gesturinn,
og allar þjóðir þurfa að sjá,
að það er frelsarinn.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:03 | Facebook
Athugasemdir
Takk fyrir kveðjuna.
Óska þér góðra stunda!
Með kveðjum og þökkum,
Eiríkur Sjóberg, 25.11.2008 kl. 11:21
Komdu sem fyrst aftur.
Stefán Bogi Sveinsson, 26.11.2008 kl. 18:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.