Föstudagur, 5. desember 2008
Ungt og efnilegt fólk í Framsókn
Framsókn á yfir að skipa hópi öflugs, áhugasams, ungs og efnilegs fólks um þessar mundir.
Fólki sem er tilbúið að læra af fortíðinni, lifa í núinu en horfa fram á veginn.
Það er virkilega gaman að starfa í Framsókn um þessar mundir og mjög spennandi tímar framundan.
Sumir sem dæma flokkinn með ókvæðisorðum ættu að líta í kaffi til okkar og kynnast okkur aðeins betur .
En það er líka alvörutónn í þessu.
Það er mjög mikilvægt fyrir íslensk stjórnmál að ungt fólk taki virkan þátt í þeirri miklu uppbyggingu sem framundan er og gæti hagsmuna þessa hóps sem er að koma undir sig fótunum, ber þungar byrðar og er að ala upp framtíð landsins.
Alþingi þyrfti að vera miklu meiri þverskurður af samfélaginu: Ungt og eldra fólk, konur og karlar, fatlað og ófatlað fólk, fólk af öðrum uppruna, úr öllum atvinnu- og menntastéttum og svona má lengi telja! Það er ekki heillavænlegt að Alþingi sé einsleitt skipað karlmönnum á sextugsaldri...
Framsókn er sá flokkur sem sýnir endurnýjun á skýrastan hátt og spennandi að sjá hvað hinir flokkarnir gera í þeim efnum... held að margir munu ríghalda í stólfótinn!
Framsókn býður upp á ungt og efnilegt fólk. Höskuldur Þórhallsson er einn þeirra.
Til hamingju með framboðið Höskuldur.
Höskuldur býður sig fram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Já...nú er gaman í Framsókn, mikil endurnýjun og mikill kraftur. Það er spennandi flokksþing framundan þar sem MIKIÐ á eftir að gerast.
Valdimar Sigurjónsson, 5.12.2008 kl. 23:05
Efnilegt fólk! Jahérna.
Meira að segja ungt og efnilegt fók megnar ekki að endurlífga dauðann stjórnmálaflokk.
Svo má heldur ekki gleyma, að Framsóknarflokkurinn hefur bókstaflega vaðið í ungu og ,,efnilegu" fólki í mörg ár, með neikvæðum árangri. Eða eru alli búnir að gleyma Finni Ingólfs, Binga, Árna Magg, Guðjóni Ólafi, Birki Jóni, Sæunni Sæmunds og gimbrinni að austan?
Fyrir nú utan hve mikil fásinna þeð er að reyna að burðast við að halda starfsemi Framsóknarflokksins áfram. Hlutverki hans er lokið fyrir fullt og allt.
Jóhannes Ragnarsson, 5.12.2008 kl. 23:53
Jóhannes: "Hælstu ekki um of af morgundeginum, því að þú veist ekki hvað dagurinn ber í skauti sínu." (Orðskviðirnir 27:1) Þetta var ein af fyrstu bókunum í Biblíunni sem ég las, svona spakmælasafn, og þetta spakmæli festist mér vel í minni. Við eigum ekki að fullyrða of mikið um morgundaginn.
Við getum auðvitað átt okkur óskir - þú um eitthvað annað en Framsókn og við um endurreisn flokksins. Sennilega skiptir framtíð flokksins meira máli fyrir okkur en þig. Það kemur í ljós hverjir veljast til forystu, og í kjölfarið ræðst það hvort fólkið í landinu fær tiltrú á flokknum. Steingrímur Hermanns naut til dæmis mun meira trausts en Halldór. Hann naut trausts langt út fyrir raðir flokksmanna.
Fyrir löngu síðan urðu alger umskipti í Framsókn þegar Hermann og Eysteinn völdust til forystu, rétt eftir 1930. Þeir voru lítt þekktir en nýir vendir; þeir reyndust góðir stjórnmálamenn sem náðu vel til fólks. Mér finnst óskandi að það sama gerist nú, að við fáum nýja og góða vendi. Ef við gerum það, þá getur Framsókn átt nýtt erindi í íslensk stjórnmál. Ef við fáum í staðinn einhverja hagsmunapotara þá verður flokkurinn áfram í þessari lægð.
Einar Sigurbergur Arason, 6.12.2008 kl. 01:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.