Lausnir og verkefni

Nú eru liðnir tæplega þrír mánuðir frá því að íslenska bankakerfið hrundi með gríðarlegum afleiðingum fyrir íslenskan almenning sem eru þó ekki enn komnar að fullu fram.

Það hlaut að koma að því að þessi gríðarlega þenslubóla í jafn litlu hagkerfi spryngi með hvelli. Hvellurinn kom flestum á óvart og er það merkilegt í ljósi þeirra ítrekuðu viðvarana sem búið var að hafa við í 18 mánuði. Það þarf þó að skoða mun lengra aftur til þess að finna uppruna þessarar bólu. Hana hefði mögulega mátt lægja án þessa hvells ef ráðamenn hefðu tekið varnaðarorð alvarlegar og brugðist skjótar við.

Það er svo margt merkilegt í þessu ferli, svo mörgum spurningum ósvarað að manni fallast hendur við að reyna að rýna í það. Hvenær fórum við út af sporinu og horfðum framhjá því að nokkrir aðilar væru að skuldsetja þjóðina langt um efni fram? Margir voru svo uppteknir að hreykja sér af afrekunum að þeim datt ekki til hugar að það gæti komið þjóðinni í koll að veðsetja sig tólffalt. "Það gerist ekki hjá okkur" var kannski hugsað. Þeir sem gagnrýna hagsældina hér eru bara öfundsjúkir! Hvenær var það sem regluverkið var samið svona gallað eða varð svona brenglað að hægt var að beygja það og teygja eins og hverjum sýndist. Hvenær var það sem þetta varð allt svo tengt að í sömu fjölskyldu sátu ráðherra í ríkisstjórn Íslands og stór huthafi í íslenskum banka? Hvenær urðu öll þessi krosstengsl og vensl til og færasti sérfræðingur myndi vart átta sig á því hvernig kerfið er spunnið eins og köngulóarvefur. Hvenær var það sem stjórnvöld misstu sjónar á raunverulegu lífi hins duglega Íslendings. Hvenær var það sem einn aðili gat orðið unnið sér inn árslaun annars á einum degi? Hvenær var það sem kerfið hrundi en þeir sem bera ábyrgð á því sitja sem fastast á turni píramídans sem hruninn er undir þeim? Svona má endalaust halda áfram...

Það er hins vegar spurning hversu mikið svona áleitnar spurningar hjálpa okkur? Vissulega þurfum við að rannsaka hvað gerðist ofan í kjölinn til þess að réttlæti nái fram að ganga og enn fremur til þess að við lærum af þessu og getum byggt upp betra kerfi. En hitt er annað mál að við þurfum að einbeita okkur að því að finna lausnir. Ef við finnum þær ekki þá sitjum við í sama pyttinum lengi enn. Það þarf að setja mesta kraftinn í það að finna leiðir til þess að endurreisa hér betra samfélag. Samfélag sem hefur lært og samfélag sem gerir ekki sömu arfavitlausu mistökin aftur. Þegar dómínó kubbarnir hafa allir fallið niður þá er ekki rétta leiðin að reisa þá alla við á sama stað því þá þarf lítið til að þeir hrynji allir aftur. Það þarf að taka alla kubbana stokka þá upp og raða þeim alveg upp á nýtt með því hugarfari að varast þá pytti sem settu þá af stað áður. Verkefnalistinn er langur...

  • Það þarf að rannsaka hvað gerðist
  • Það þarf að rétta yfir þeim sem hafa brotið af sér
  • Það þarf að gera upp fortíðina umbúðalaust og læra af henni
  • Það þarf að byggja nýtt og betra regluverk á því gamla og fyrirbyggja sömu mistökin
  • Það þarf að hreinsa út þau kerfi sem ekki virka og setja ný á fót
  • Ábyrgðarmenn kerfanna sem hrundu þurfa að víkja
  • Það þarf að leita lausna til þess að vinna á móti atvinnuleysi
  • Það þarf að styðja þá sem verst eru staddir
  • Það þarf að finna leiðir til þess að halda ungu fólki áfram í landinu
  • Það þarf að tryggja þeim sem eldri eru og hafa lagt grunninn þau kjör sem sá hópur á rétt á
  • Það þarf að nýta þá miklu auðlind sem mannauðurinn er
  • Og margt margt fleira...

Af þessari upptalningu sést að verkefnin eru ærin. Til þess að vinna þau þurfum við að standa saman og við þurfum leiðtoga sem hægt er að treysta til þess að leiða verkið. Það þarf að endurnýja umboð ráðamanna landsins en gera þarf það á þann hátt að nýtt fólk eigi þess kost að bjóða fram krafta sína í verkefnið.

Ég tel að strax hafi orðið breyting á íslensku samfélagi til hins betra. Fólk sýnir meiri samhygð og náungakærleik. Fólk er rólegra og tillitsamara og það er ekki lengur í tísku að lifa langt um efni fram og lifa ímynduðu lífi á VISA rað...

Fólk er farið að átta sig á því að það eru ekki umbúðirnar heldur innihaldið sem skiptir öllu máli og því ber að fagna.


mbl.is Laun ráðamanna lækkuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband