Vertu velkominn Guðmundur!

Ég vaknaði upp við þau ánægjulegu tíðindi að Guðmundur Steingrímsson varaþingmaður Samfylkingar í Suðvesturkjördæmi væri genginn til liðs við okkur í Framsókn.

Þetta eru að mínu mati mikil gleðitíðindi og góð byrjun á gleðilegu Framsóknarári!

Guðmundur er að mínu mati mikið afburðaefni og ég hlakka til að fylgjast með honum í Framsókn. Hann á ekki langt að sækja það góða framsóknarblóð sem einkennir hann. Ég hef alltaf verið ferlega svekkt yfir því að hann skuli hafa valið Samfylkingu en ekki okkur í Framsókn því ég hef mikla trú á honum og tel það augljóst að í honum hefur alltaf slegið Framsóknarhjarta. Mér finnst ákvörðun hans bera vott um það að við í Framsókn erum að sigla inn í góða tíma og inn á þau gömlu góðu gildi sem Steingrímur Hermannsson og fleiri stóðu fyrir á sínum tíma.

Framsókn er sá flokkur sem hefur sýnt það með sem skýrustum hætti að hann tekur alvarlega þau skilaboð almennings að uppstokkun verði að verða í íslenskum stjórnmálum, gera þurfi upp fortíðina og horfa svo ákveðið fram til framtíðar þjóðinni til heilla. Okkar bíða stór og mikil verkefni og til þeirra þurfum við einvalalið afburðafólks.

Það er gott fólk í Framsókn og flokkurinn stendur fyrir góð grunngildi og hugsjónir sem eiga mikið erindi við þjóðina og hafa átt þátt í hagsæld hennar síðastliðin 92 ár. Vissulega hefur flokkurinn gert mistök sem hann þarf að gera upp. Það hafa aðrir stjórnmálaflokkar líka gert. Við í Framsókn erum bara oftar minnt á okkar mistök en aðrir flokkar. Það er jú hlutverk stjórnmálamanna að taka ákvarðanir og hverri góðri ákvörðun fylgja nokkrar slæmar. Það er nú bara þannig. Enginn tekur bara réttar ákvarðanir. Sá sem tekur aldrei ranga ákvörðun tekur aldrei ákvörðun og þess háttar stjórnmálamaður er gagnslaus. En stjórnmálamenn þurfa líka að geta með auðmýkt viðurkennt sínar röngu ákvarðanir, beðist afsökunar og lagt sig fram við að gera betur í dag en í gær.

Það er það sem við í Framsókn erum að gera. Við erum í mikilli og jákvæðri þróun og aldrei hef ég upplifað jafn góða stemningu í flokknum og einmitt núna! Smile.

Vertu velkominn í hópinn Guðmundur Steingrímsson. Þú gladdir mitt Framsóknarhjarta í dag og ég hlakka til samstarfs við þig!


mbl.is Guðmundur í Framsóknarflokk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skarfurinn

Þið eru furðuleg og eigið ekki ykkar líka þið framsóknarfólk, þið úthúðið Samfylkingu flokka mest og þá þeirra fólki, en ef einn slíkur stekkur yfir í bátinn til ykkar þá eru þetta orðnir dýrlingar og frábærar manneskjur við það sama, þetta kallast óheilindi að mínu mati. 

Skarfurinn, 6.1.2009 kl. 14:01

2 identicon

Já það er alveg óhætt að óska ykkur innilega til hamingju með nýja liðsmanninn, ykkur þessum örfáu hræðum sem enn hýmið hnípinn og köld á hálfsokkinni Framsóknarskútunni.

En Guðmundur er virkilega flottur stjórnmálamaður. Velviljaður og mannlegur og tilfinningaríkur eins og hann á kyn til.

En það hefur nú kanski sýnt hversu djúpt þið framsóknarmenn voruð sokknir í ykkar eigin skítaflór að svona ramm genetískur Framsóknarmaður eins og Guðmundur Steingrímsson skyldi ekki getað átt samleið með ykkur.

Auðvitað veit ég að ykkur sveið það og öldruðum föður hans hefur auðvitað sviðið mest.

En nú þegar allt er hrunið hjá ykkur Framsóknarmönnum og Samfylkingin féll í sömu spillingargildruna með Íhaldinu og þið gerðuð og eru svo í ofanálag með algerlega óhæfan formann, þá auðvitað grípur hann tækifærið og stekkur yfir til ykkar í hið sökkvandi skip Framsóknarmaddömunar og ætlar að hjálpa ykkur að ausa.

Þetta er skiljanlegt, allri hans fjölskyldu hefur auðvitað sviðið afhroðið og botnlaus niðurlæging Framsóknarflokksins undanfarin mörg, mörg ár.

Ég óska Guðmundi góðs gengis og satt best að segja vona ég að honum takist að ausa þennan fúadall ykkar. En þið verðið í slipp og það þarf að kjöldraga flokkinn og nánast að skipta þar um hverja einustu spítu mundu það og ýmsir aðrir sem þið þurfið fyrst að henda fyrir borð en drengskaparmennirnir Guðni Ágústsson og Bjarni Harðarson.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 14:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband