Þegar litli frændi er farinn að hafa áhyggjur þá hef ég verulegar áhyggjur

Ég fékk símtal í morgun frá systur minni.

Hún var að tilkynna mér þau gleðitíðindi að Framsókn hefði verið að mælast með 17% fylgi.

Bakvið hana í símanum var litli frændi minn sem hafði miklar skoðanir á málunum. Hann vildi endilega koma því að að eitthvað myndi gerast kl. 11:00... Þá myndi stjórnin fara frá og þá myndi kreppunni ljúka! Samt hefur honum markvisst verið haldið frá þessu þar sem hann hefur ekki aldur til þess að skilja eðli málsins til fullnustu. Hann verður hins vegar var við ástandið í fjölmiðlum og í kringum sig hjá öðrum börnum þó hann hafi ekki sótt einn einasta mótmælafund.

Þetta símtal fékk mig til að hugsa.

Þarna kristallaðist svart á hvítu hvernig börnin okkar eru að upplifa ástandið. Þau eru orðin jafn þreytt og við. Þau vilja breytingar. Þau vilja að kreppunni ljúki.

Ég skil það vel því þó fæst þeirra geri sér grein fyrir því þá mun atburðarrás undanfarinna mánaða og næstu missera hafa gríðarmikil áhrif á þeirra líf og lífskjör til framtíðar. Það mun hafa mikið að segja hvernig gerð verða upp þau miklu spillingarmál sem hér hafa liðist og hvernig samið verður um skuldabyrðir þær sem hengdar hafa verið á saklausa þjóðina. Hvernig tekið verður á þeim sem skuldsettu þjóðina um 12 falda þjóðarframleiðslu. Hvernig tekist verður á við óhæf, máttlaus stjórnvöld, hvernig tekist verður á við pólitískt skipaða embættismenn sem gæta stöðu auðmanna landsins eins og varðhundar (sömu og hafa sett okkur á hliðina í sumum tilfellum), hvernig hér verður byggt upp nýtt regluverk og nýr mannskapur settur í brúna. Hvernig tekið verður á grunni velferðarkerfisins nefnilega atvinnumálunum þannig að hægt sé að halda velferðar- og menntakerfum gangandi og helst gefa þeim góða innspýtingu til að standa vörð um þjóðarheil.

Já, það er mikið í húfi núna. Aldrei hefur eins mikið verið í húfi.

Nýtt lýðveldi mun fæðast upp úr rústunum. Öskunni sem brotlent stefna óheftrar sjálfhyggju hefur skapað. Í raun og veru má segja að upp úr þessum miklu erfiðleikum munum við kannski færa börnunum okkar miklu betra samfélag en engar breytingar gerast sársaukalausar.

Nú liggur allt undir að hér verði um raunverulega breytingu að ræða.

Við í Framsókn höfum sýnt að okkur er alvara. Hvað með hina flokkana?

Ég skil vel að litli frændi hafi áhyggjur og vilji að eitthvað gerist og kreppunni ljúki. Af því hef ég verulegar áhyggjur.

Nú skulum við öll leggja okkur á plóg til að byggja upp framúrskarandi samfélag fyrir hann og öll hin áhyggjufullu börnin okkar.

Ný Framsókn til framtíðar er aflið sem kom langþráðum hjólum breytinga af stað!

Áfram Ísland til framtíðar!


mbl.is Máttlítill málflutningur forsætisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband