Til háborinnar skammar!

Mér finnst þessi leiksýning í þinginu í dag vera þingheimi öllum til háborinnar skammar.

Að menn skuli eyða dýrmætum tíma og starfsorku í það að þræta og skæla yfir einum einasta stól er móðgun við fólkið sem kaus þessa fulltrúa sína.

Nú erum við að horfast í augu við grafalvarlega stöðu þar sem hverju einasta heimili landsins svíður og blæðir vegna atvinnumissis, heimilismissis og óöruggs ástands. Þetta er allt í boði raða mistaka stjórnvalda, ónýts regluverks og útrásarvíkinga sem veðsettu þjóð sína og földu góssið svo rækilega.

Hvar eru annars erlendu óháðu aðilarnir sem eiga að taka til hendinni hér???

Ég ætla rétt að vona að þingheimur nýti þann tíma sem eftir lifir í mikilvægari verkefni því ekki er nein gúrkutíð á þeirra verkefnalista í vændum í fyrirsjáanlegri framtíð.

Mér finnst þessi uppákoma vera lýsandi fyrir það ástand sem hefur verið á stjórnvöldum. Menn eru svo fastir í sínum lokaða heimi að passa eigin hag og völd að þeir hafa enga yfirsýn og láta einhverja smámuni taka orku frá mun mikilvægari verkefnum!


mbl.is Mögnuð fráhvarfseinkenni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband