Sunnudagur, 22. febrúar 2009
Matador feitu svínanna á Animal farm
Það var áhugaverður þátturinn hjá Agli í dag. Mér persónulega finnst þó umræðan vera ansi einsleit og hann ekki gæta þess nægilega að fá fram ólík sjónarmið í þáttinn. Þetta er alltaf sama fólkið að segja sömu söguna þátt eftir þátt...
Ég er svo hjartanlega sammála mörgu sem Atli Gíslason fjallaði um. Hvernig stendur á því að athæfi sem augljóslega er ástæða til að rannsaka er ekki löngu búið að grafa niður í??? Það er alveg ótrúlegt hreint út sagt að ekki hafi strax verið ráðist í þetta og þyngra en tárum taki hversu heimskulega íslensk stjórnvöld hafa hagað sér sem eiga að gæta hagsmuna samfélags hinna almennu borgara!
Mér varð hálf óglatt af því að heyra umræðuna um hvernig auðmenn ætluðu að leggja undir sig miðbæinn. Þetta er svona í anda lúxusferðanna sem Jón Ásgeir og frú voru að skipuleggja fyrir hin feitu svínin á Animal farm. Heimsyfirráð útrásarvíkinga og auðmannanna á kostnað íslenskrar alþýðu! Hreinn viðbjóður. Og stjórnmálamenn svo heimskir að láta selja sér að ekki megi anda á þetta fólk því þá fari það bara með feitu mjólkurkýrnar úr landi - mjólkurkýrnar og mjólkina sem eru í boði almennings.
Þetta eru nú engin geimvísindi... Það þarf engan stjörnuhagfræðing eða sérstakan saksóknara til þess að sjá hvernig sum brotin sem framin hafa verið eru augljós og furðulegt að ekki sé búið að fullnægja réttlætinu. Það eitt bendir til þess að kerfið sé miklu verr á sig komið en maður þorði að vona.
Allt hefur brugðist.
Menn hafa leikið sér að landinu okkar eins og smástrákar spila matador og verið með útfærslur á spilinu yfir til hinna undarlegustu skattaskjóla hér og þar og þvegið peninga eins og annað fólk þvær daglega þvott.
Við öll höfum orðið að athlægi heimsins vegna þessa.
Hér þarf nýtt lýðveldi. Hér þarf nýtt regluverk. Hér þarf nýtt fólk.
En merkilegt að hann Eiríkur Tómasson skuli ekki hafa minnst einu orði á Framsókn í umræðu sinni um stjórnlagaþing og nýja stjórnarskrá. Við í Framsókn höfum BARIST FYRIR STJÓRNLAGAÞINGI með kjafti og klóm en í stað þess þá minnist hann aðeins á það að stjórnmálaflokkarnir séu að passa sitt. Merkilegt hvernig er alltaf hægt að minnast á Framsókn í neikvæðri umræðu en svo er rennt ljúflega framhjá okkur þegar það hentar...
Útrásarvíkingana á válista | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:30 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.