Á breytingar trúum við - já, við getum!!!

Ég er ánægð með mína menn að kynna þetta og ýta á stjórnlagaþing. Framsókn vill og hefur barist fyrir stjórnlagaþingi um nokkurt skeið núna. Það er ekki ný hugmynd en það er Framsókn sem er að reyna að koma henni í FRAMKVÆMD. Þar greinum við okkur frá öðrum.

Flokkarnir (fyrir utan Framsókn) eiga ekki að skauta svona framhjá vilja meirihluta þjóðarinnar, slá þessu á frest eða sleppa alveg þessu þjóðþrifamáli með lélegum afsökunum eins og sparnaði!

Það er alger nauðsyn að kjósa til stjórnlagaþings samhliða Alþingiskosningunum og geta þannig náð fram verulegum og raunverulegum breytingum á næstu misserum.

Annars verður þetta ætíð bara fastir liðir eins og venjulega, "groundhog day" og engin RAUNVERULEG breyting í íslensku stjórnkerfi, á íslenskum stjórnmálum og í íslensku samfélagi.

Ég vil sjá íslensk stjórnvöld taka hressilega til hendinni eins og Obama virðist vera að gera. Það er ekki endalaust hægt að skeggræða hlutina fram og tilbaka og bjóða þjóðinni upp á að hlusta á þreytandi tuð stjórnmálamanna hinna ýmsu flokka út í hvern annan og um hvern annan eins og langþreytt heimilishald fast í mynstri neikvæðni og framtaksleysis.

Því höfum við hins vegar ekki efni á!!!

Ný stjórn má nú eiga það að vera mun mun líflegri en sú fyrri en betur má ef duga skal.

AÐGERÐIR STRAX.

Áfram Framsókn til framtíðar!!!


mbl.is Framsókn kynnir hugmyndir sínar í efnahagsmálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband